Frammistaða hans, sem mörgum þótti mjög furðuleg og óþægileg, vakti mikla athygli, en hann virtist ekki alveg vera með á nótunum.
Sjá einnig: „Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“
Sonur Billy, söngvarinn Trace Cyrus, beindi orðum sínum til föður síns í áhrifamikilli færslu á Instagram.
Hann sagði að hann hafi alla tíð elskað pabba sinn og litið upp til hans sem fyrirmynd. „Ég vildi vera alveg eins og þú […] því miður sé ég ekki þennan mann í dag, ég sé einhvern sem ég þekki ekki,“ segir hann.
„Ég og stelpurnar höfum haft áhyggjur af þér í mörg ár núna en þú hefur ýtt okkur öllum í burtu.“
Trace á þrjár systur, söngkonurnar Miley og Noah Cyrus og Brandi Cyrus.
„Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum og vona að þú vitir að ég er að segja þetta því ég elska þig, en líka því ég er hræddur um að þú farir frá okkur of snemma,“ sagði Trace. Hann sjálfur hefur verið edrú í eitt og hálft ár.
„Ég veit ekki nákvæmlega við hvaða djöful þú ert að berjast en ég hef ágætis hugmynd um það og mig langar að hjálpa þér, ef þú ert tilbúinn að fá hjálp. Þú veist hvernig þú getur náð á mig.“
Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan, smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram