Í einræðu í þætti sínum á mánudag sagði Kimmel að Tyler Robinson, sem sakaður er um að hafa skotið Kirk til bana, gæti hafa verið stuðningsmaður Trumps fyrir Repúblikanaflokkinn. Hann sagði að stuðningsmenn MAGA „reyndu af öllu hjarta að lýsa þessum strák sem myrti Charlie Kirk sem einhverju öðru en einum af þeim og gerðu allt sem þeir geta til að fá pólitísk stig með því.“
Sjá einnig: Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk
Kimmel hæddist síðan að forseta Trump fyrir að tala um byggingu nýs danssalar í Hvíta húsinu eftir að hafa verið spurður hvernig hann væri að bregðast við morðinu á nánum bandamanni sínum.
Fjölmiðlarisarnir Nextstar og Sinclair, voru verulega ósáttir við Kimmel og var þátturinn tekinn úr loftinu á ABC í kjölfarið.
Nú kemur fram að Sinclair ætlast til þess að Kimmel biðji fjölskyldu Charlie Kirk afsökunar og gefi rausnarlega summu til samtaka Kirk, Turning Point, ef hann vill halda áfram með spjallþáttinn.
Kimmel hefur ekki tjáð sig um málið en Deadline greinir frá því að hann ætli ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Daily Mail greinir frá því að Kimmel sé „gjörsamlega brjálaður“ yfir þessu öllu saman og sé að leita leiða til að losna út úr samningnum við ABC.