Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.
„Mér finnst ég svo svikin af þeim báðum en það versta er að ég get ekki hætt að hugsa um hvort eiginmaður minn hefur allan þennan tíma verið samkynhneigður,“ segir konan.
Hún er 32 ára, eiginmaður hennar er 33 ára og hálfbróðir hennar er 29 ára. Þau giftust fyrir fjórum árum.
„Ég var svo ánægð hvað þeim kom vel saman, að þeir voru vinir og fóru saman á tónleika og íþróttaviðburði.
Ég vissi ekki betur en að eiginmaður minn væri 100 prósent gagnkynhneigður.“
Konan segir frá atvikinu sem breytti öllu.
„Hann vinnur heima en ég vinn á skrifstofu. Síðasta föstudag var fundi aflýst þannig ég fór snemma heim. Ég bjóst við því að finna eiginmann minn við skrifborðið sitt, en hann var ekki þar. Ekki heldur í stofunni né úti í garði. Ég hélt þá að hann hafði skotist út í búð, þannig ég fór upp á efri hæðina í svefnherbergið til að skipta um föt.
Það sem blasti við mér var svo sjokkerandi að ég mun aldrei geta gleymt þessu.
Eiginmaður minn og bróðir voru naktir í rúminu okkar, þeir voru svo uppteknir að þeir heyrðu ekki í mér. Ég lokaði hurðinni og hljóp út, gekk um göturnar á meðan ég reyndi að meðtaka það sem ég sá.
Þegar ég kom heim sat eiginmaður minn í sófanum, brosti og heilsaði mér, eins og allt væri í himnalagi.
Síðan þá hef ég verið of smeyk að tala við hann um þetta. Ég hef verið mjög hljóðlát og afsakað mig með því að segjast vera slöpp. Mig langar smá að láta eins og þetta hafi aldrei gerst.
Ég elska hann ennþá, en tilhugsunin um hann með bróður mínum – og öðrum karlmönnum – gerir mig alveg klikkaða. Hvað ætti ég að gera?“
„Þitt nánasta fólk sveik þig á versta mögulega hátt.
Það er eðlilegt að þú vilt láta eins og ekkert hafi gerst, en það er ekki hægt. Það er ekki gott fyrir þig að halda þessu leyndu. Eins erfitt og það er þá þarftu að tala við eiginmann þinn.
Hann er kannski samkynhneigður eða tvíkynhneigður, eða þetta gæti verið bara með bróðir þínum. En sama hver kynhneigð hans er þá hélt hann framhjá þér.
Ef þið viljið reyna að láta sambandið ganga þá þurfið þið að fara í sambandsráðgjöf.“