fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

Fókus
Mánudaginn 15. september 2025 08:29

Steindór skorar á Kastljósið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindór Þórarinsson stofnaði nýlega samtökin STRAX í dag! í minningu Bríetar Irmu og Almars, vina sinna, sem féllu fyrir eigin hendi. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Steindór fór af stað með samtökin eftir að hafa sett inn stöðufærslu á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Ég setti inn minningarorð þar sem ég gagnrýndi kerfið aðeins í sömu færslu. Í kjölfarið fór fólk að hafa samband við mig með sínar sögur auk þess að þakka mér fyrir að segja allt sem það þorði ekki að segja,“ segir hann.

Steindór segir að hann hafi vitað að ástandið væri slæmt en óraði ekki fyrir hversu slæmt það væri fyrr en hann fór að fá allar þessar sögur frá fólki.

„Fólk þarf ekki rándýra mælistiku á einhverri sætri heimasíðu, það þarf aðgerðir í kerfinu,“ segir hann.

Vill ræða við Ölmu Möller í Kastljósinu

Steindór vill umræðu, samtal við fólkið sem stjórnar peningunum og ræður landinu.

„Það þarf ekki vitundarvakningu hjá fólkinu í landinu, það þarf vitundarvakningu hjá fólkinu sem situr í ráðherrastólum og stjórnendastöðum í þessu landi,“ segir hann.

Hann vill tala við manneskjuna á bakvið ráðherrann. Hann segist forvitinn að vita hvort embættið afmennski fólk eða hvort fólk í þessum embættum hafi yfir höfuð ekki áhuga á þessum málefnum.

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin á málefnalegan hátt,“ segir hann.

Steindór segir að STRAX í dag muni leggja áherslu á málefnalega umræðu og að önnur umræða í samfélaginu muni ekki blandast í þessi mál.

„Við viljum að allir byrji strax í dag á því að spyrja sig, finnst mér þetta í lagi? Ef ekki, gerum þá eitthvað.“

www.straxidag.is mun formlega opna næstkomandi miðvikudag með öllum helstu upplýsingum um samtökin, næstu skref og skráningu í félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Í gær

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann