fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. september 2025 16:21

Hátt í þrjátíu konur á ólíkum aldri og af landinu öllu sameinuðust í veiðiferð Félags Aflakvenna - FKA, í tveggja daga ævintýri við Ytri Rangá. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagana 8.-10. júlí hélt Félag Aflakvenna – FKA í tveggja daga ævintýri við Ytri Rangá. Alls tóku 28 konur á öllum aldri og með ólíka veiðireynslu þátt í ferðinni og útkoman var glæsileg: 35 laxar komu á land, þar af sex maríulaxar.

„Andinn í hópnum var einstakur, mikið hlegið, samvinna, hvatning og ný vinátta spruttu upp á milli veiðikvenna,“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir sem ásamt Maríu Önnu Clausen stofnuðu veiðihópinn í fyrra og óhætt að segja að þær hafi lesið salinn rétt því færri komast að en vilja.

Jóhanna Jónsdóttir FKA kona og framkvæmdastjóri Banana. Mynd: Aðsend.

„Aðsóknin sannaði að mikill áhugi var fyrir veiðihóp innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA,“ bætir Harpa við en hún rekur Iceland Outfitters, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í veiðiferðum og rekur meðal annars Ytri Rangá.

„María á Veiðihornið í Síðumúla sem er stærsta veiðibúð landsins og við báðar með ástríðu fyrir veiði og nýtum hvert tækifæri til að komast í veiði. Sex maríulaxar sem komu á land hjá Félagi Aflakvenna – FKA sem var dásamlegt að fylgjast með.“

Þuríður Aradóttir Braun – Forstöðukona markaðsstofu Reykjaness og stjórnarkona FKA með sinn lax. Mynd: Aðsend.

Innan Félags kvenna í atvinnulífinu eru deildir, nefndir og ráð en þar má einnig finna nokkra óformlega hópa eins og Félag Aflakvenna. Þá er búið að tryggja veiðikonum FKA gleðistundir við árbakkann að ári því dagsetningar eru komnar á ferðina 2026.

Mynd: Aðsend.
Mynd: Aðsend.
Mynd: Aðsend.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana