fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Fókus
Sunnudaginn 14. september 2025 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Chloë Sevigny reitti aðdáendur til reiði þegar hún birti á Instagram myndir af sér með tónlistarmanninum Marylin Manson. Af myndunum að ráða var glatt á hjalla. Á einni myndinni heldur Manson utan um hana og á hinni má sjá hana nánast sleikja tónlistarmanninn í framan.

Manson hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisbrot, en hefur þó ekki verið ákærður. Flestar konurnar sem hafa sakað hann um brot hafa gert það í skjóli nafnleyndar. Leikkonan Esmé Bianco, sem gerði garðinn frægan í Game of Thrones-þáttunum, steig þó fram undir nafni á síðasta ári. Eins hefur fyrrum unnusta tónlistarmannsins, leikkonan Evan Rachel Wood, sakað hann um að hafa brotið gegn sér.

Chloë hefur nú verið harðlega gagnrýnd fyrir myndirnar, þó svo að hún hafi eytt þeim út og beðið aðdáendur sína afsökunar. Hún segist hafa rekist óvænt á tónlistarmanninn á hóteli. Hann hafi verið með sænska kvikmyndagerðarmanninum Jonas Åkerlund en Chloë segist mikill aðdáandi hans.

„Ég var ekki að hugsa skýrt. Ég hafði fengið mér of mikið í glas og pældi ekki í því hversu óviðeigandi eða særandi það gæti verið að vera mynduð með MM. Ég sé virkilega eftir þessum dómgreindarbresti.“

Image

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu