Steffý var gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, í síðustu viku.
Sjá einnig: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn
Steffý og kærasti hennar, Runólfur Bjarki, hafa verið saman í um tvö og hálft ár. Hún lýsir því hvernig þau kynntust.
„Ég var alveg búin að vera með þessi forrit, Tinder og eitthvað svoleiðis, en ég var búin að eyða því […] Vinkona mín var að hvetja mig til að ná í forritin aftur og ég bara: „Nei, þetta er leiðinlegt og ég vil ekki kynnast framtíðarmanninum mínum svona.“ Ég er alger vonlaus rómantíkus,“ segir hún.
Vinkona hennar hvatti hana til að sækja Smitten, bara í 24 klukkutíma, og gefa því tækifæri. Sem hún gerði.
Runólfur var eini maðurinn sem hún „svæpaði“ til hægri á, þó hún hafi næstum því svæpað til vinstri. „Því hann var ekki týpan sem ég hefði vanalega farið í, en ég veit ekki, hann var svo sætur.“
Tveimur dögum seinna fóru þau á fyrsta stefnumótið og hafa þau verið límd saman síðan.
Þau fluttu fljótlega inn saman og níu mánuðum eftir fyrsta stefnumótið var Steffý ólétt. Þau eignuðust son í lok ágúst 2024.
Sjá einnig: Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“
Hlustaðu á þáttinn með Steffý á Spotify .