Bandaríska leikkonan Julia Garner hefur staðfest að hún leika Madonnu í væntanlegri ævisögumynd. Poppdrottningin sjálf er meðhöfundur og framleiðandi myndarinnar.
Fyrst var greint frá því árið 2022 að Garner myndi líklega hreppa hnossið. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sín sem loddarinn Anna Sorokin í stuttþáttaröðinni Inventing Anna og Ruth Langmore í Ozark sjónvarpsþáttunum.
Sjá einnig: Þessi mun leika Madonnu
Garner staðfesti hlutverkið og að verkefnið væri enn á frumstigi þróunar.
„Ég get ekki sagt of mikið um það,“ sagði Julia í myndbandi sem W Magazine birti 3. september, „en já, þetta er verk í vinnslu.“
View this post on Instagram
Garner gaf engar frekari upplýsingar um söguþráð ævisögumyndarinnar, leikara eða útgáfudag. Hún nefndi nokkur lög sem uppáhaldslög sín eftir söngkonuna.
„Ó, guð minn góður, ég á svo mörg,“ sagði Julia. „Ég elska Borderline, það er líklega uppáhaldið mitt. Ég elska líka Papa Don’t Preach. Ég elska Burning Up.“ Ég elska Confessions on the Dance Floor, ég ólst upp við þá plötu. Auðvitað Vogue og Ray of Light.“
Og þótt hún hafi sagt í gríni að hún elski „í raun alla Madonnu“, þá benti Garner á að Borderline frá 1983 og Papa Don’t Preach frá 1986 væru efst á listanum.
„Ég elska rödd Madonnu í laginu Papa Don’t Preach,“ útskýrði hún. „Það eru margar tilfinningar í þessu lagi og ég elska það.“
Í júlí lýsti Garner ítarlega erfiðri áheyrnarprufu sem hún fór í gegnum til að fá hlutverkið.
„Ég vildi bara sjá hvort ég gæti gert þetta því ég var ekki þjálfaður dansari og þurfti að læra að dansa,“ sagði Julia í þætti af Smartless hlaðvarpinu 28. júlí, „og dansa svo fyrir framan hana og sannfæra hana um að ég geti dansað, í raun og veru, og sungið og sungið með henni!“
Til að komast í gegnum prufuna sagði leikkonan að hún hefði spurt sjálfa sig: „Allt í lagi, hvað myndi Madonna gera?“ Garner tók fram að hún teldi að svarið væri að „sannfæra þig um að hún eigi skilið að vera í þessu herbergi“.