fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fókus

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. september 2025 10:30

Systurnar Lea Björt og Dagný Björt Axelsdætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Dagný Björt og Lea Björt Axelsdætur taka þátt í Ungfrú Ísland Teen. Keppnin, sem er fyrir stúlkur á aldrinum 16 til 19 ára, fer fram í fyrsta sinn þann 21. október í Gamla Bíó.

Systurnar eru uppaldar og búsettar í Kópavogi. Þær eru hluti af fjögurra systra hópi. Dagný Björt er elst, hún verður 19 ára í nóvember, og Lea Björt er næstelst, hún verður 16 ára í október.

DV ræddi við systurnar um lífið og Ungfrú Ísland Teen ævintýrið.

Dagný Björt.

Dagný Björt

„Eftir grunnskóla fór ég á íþróttabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Í haust byrjaði ég svo í BS námi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Eftir háskólann stefni ég á nám erlendis í osteopada eða kírópraktík,“ segir Dagný Björt.

„Mitt helsta áhugamál eru fimleikar. Ég hef æft fimleika frá því ég var tveggja ára og æfi enn þann dag í dag. Ég æfi hjá íþróttafélaginu Gerplu og hef æft þar alla mína ævi. Ég var í áhaldafimleikum í um 16 ár og æfði með meistaraflokki og keppti með landsliði unglinga og svo fullorðinna. Fyrir um tveimur árum færði ég mig svo yfir í hópfimleika þar sem ég æfi einnig með meistaraflokki og keppi með þeim.“

Í dag þjálfar Dagný Björt fimleika með skóla og vinnur í félagsmiðstöð fyrir ungt fólk með ýmsar fatlanir. Hún er einnig liðveitandi fyrir 12 ára stelpu með sérþarfir. „Ég hef mikinn áhuga á því að vinna með fólki með sérþarfir og finnst það skemmtilegt og einstaklega gefandi,“ segir hún.

Dagný Björt í Ungfrú Ísland í apríl.

Dagný Björt fer ekki óreynd í keppnina í október, heldur er þetta í annað skipti sem hún stígur á svið. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland í apríl síðastliðnum.

„Upplifunin mín í Ungfrú Íslandi var í rauninni alveg geggjuð. Þetta ferli er með því skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég meina, það er ástæða fyrir því að ég kom aftur. Að taka þátt í þessari keppni kenndi mér svo ótrúlega margt. Fyrir keppnina í apríl var ég ótrúlega lokuð og feimin manneskja en eftir keppnina var ég tilbúin að stíga út fyrir minn þægindaramma og elta draumana mína. Ég lærði að koma fram hafa skoðanir og láta í mér heyra sem er ótrúlega mikilvægt fyrir alla og hvað þá ungar stelpur,“ segir Dagný Björt og bætir við:

„Ég er endalaust þakklát fyrir það tækifæri að hafa fengið að fá að keppa í Ungfrú Ísland þar sem ég kynntist frábærum stelpum á mínum aldri og eignaðist góðar vinkonur. Ungfrú Ísland teymið samanstendur einnig af yndislegum manneskjum sem hafa alltaf staðið við bakið á mér og leiðbeint mér þegar á þarf að halda. Að hafa þær með sér í gegnum þetta ferli var alveg dásamlegt og hefði ekki getað verið betra.“

Dagný Björt segir að hún hafi verið búin að ákveða að taka aftur þátt í Ungfrú Ísland þannig þegar hún sá Ungfrú Ísland Teen auglýst ákvað hún að stökkva á tækifærið. „Og datt svo í hug að við systurnar gætum mögulega gert þetta saman. Ég tel Ungfrú Teen vera góðan undirbúning fyrir Ungfrú Ísland og stefni á að keppa aftur í þeirri keppni og ég vil afla mér eins mikillar reynslu og ég get til þess að halda áfram í þessum bransa. Ég vil halda áfram að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur og stelpur og koma mínum málefnum á framfæri,“ segir hún.

Lea Björt. Mynd/Arnór Trausti

Lea Björt

„Ég er uppalin í Kópavogi og var í 1. – 10. bekk í Salaskóla. Ég hef æft fimleika frá tveggja ára aldri en skipti yfir í blak fyrir um rúmu ári síðan og elska að spila blak. Mín helsta vinna með skóla er í ísbúð en einnig hef ég verið að vinna á leikjanámskeiði á sumrin. Ég kláraði 10.bekk síðasta vor og var að byrja á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Sund. Helstu áhugamál mín eru að ferðast og setja neglur á vinkonur mínar,“ segir Lea Björt.

Lea Björt fylgdist vel með ferlinu hjá systur sinni í Ungfrú Ísland í vor. „Það er kannski líka ástæðan fyrir því að ég sótti um í Ungfrú Ísland Teen. Ég sá hversu gaman henni þótti þetta og hversu mikið hún lærði í ferlinu og hve uppbyggjandi þetta er,“ segir hún.

„Ég heyrði fyrst um Ungfrú Ísland fyrir nokkrum árum síðan en þá tók frænka mín þátt. Það var í rauninni í fyrsta skipti sem ég heyrði eitthvað um þetta. Ég fylgdist aðeins með því ferli en þá kom Covid og ég mátti ekki koma og horfa á. Svo þegar Dagný keppti þá kynntist ég þessu miklu betur og áttaði mig á því að þetta er ekki endilega keppni heldur frábært tækifæri til að efla sjálfsmyndina, styrkja sjálfstraustið og æfa sig í að koma fram.“

Lea Björt.

Frábært tækifæri fyrir okkur báðar

Systurnar kippa sér ekkert upp við það að keppa á móti hvor annarri. „Okkur finnst það frábært og í raun lítum við ekki á þetta þannig að við séum að keppa á móti hvor annarri. Þetta er svo miklu meira en „keppni“, við fáum allskyns tækifæri í þessu ferli sem við myndum jafnvel annars ekki fá og það er frábært að geta upplifað og gengið í gegnum þetta saman. Það er svo gott að hafa hvor aðra og við styðjum við bakið á hvor annarri og styrkjum tengslin enn betur. Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar,“ segja Dagný Björt og Lea Björt.

Fjölskyldan styður þær í þessu og búast þær við því að stórfjölskyldan mæti. „Verður þetta ekki bara að vera skyldumæting!“ segja þær kímnar.

Dagný Björt og Lea Björt.

Reglulega kemur upp umræða um Ungfrú Ísland og gagnrýni á keppnina. Systurnar segja að það sé „ótrúlega leiðinlegt að sjá hvers konar skoðanir fólk hefur á keppninni þegar það veit lítið sem ekkert um keppnina.“

„Við myndum vilja benda fólki á að afla sér upplýsingar um keppnina áður en það fer að gagnrýna hana og gera lítið úr keppendum og teyminu. Ungfrú Ísland/Teen snýst alls ekki einungis um fegurð eða keppni í fegurð, hún snýst um framkomu, eflingu sjálfstrausts, vináttutengsl, samkennd, sjálfsrækt, almenna heilbrigði og svo margt fleira,“ segja systurnar.

„Í rauninni er það okkar upplifun að fólk sem er að tala þetta niður og er fullt af fordómum í garð keppninnar er annað hvort fólk sem hefur ekki kynnt sér þessa keppni eða er ennþá að miða við hvernig þetta var mögulega löngu áður en við fæddumst. Í dag er árið 2025 og heimurinn er allt annar en hann var og þessi keppni þar af leiðandi líka. Hættið að rífa keppnina niður þetta ferli er eingöngu gert til að hífa ungar stúlkur upp og efla þær.“

Systurnar eru mjög spenntar fyrir keppninni. „Og endalaust þakklátar fyrir þetta tækifæri sem teymið hefur gefið okkur og að fá að gera þetta saman. Hlökkum til að sjá sem flesta í Gamla Bíó þann 21. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð mynd af dóttur Pink sem stækkar hratt

Sjaldséð mynd af dóttur Pink sem stækkar hratt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Loksins búinn að upplifa alvöru frelsi“ – Var fastur í vanlíðan í áraraðir

„Loksins búinn að upplifa alvöru frelsi“ – Var fastur í vanlíðan í áraraðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sögð ætla að gifta sig í villu Swift á Rhode Island

Sögð ætla að gifta sig í villu Swift á Rhode Island
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar

Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“