Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson, viðskiptafræðingur, giftu sig í Hafnarfjarðarkirkju á laugardag. Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson gaf brúðhjónin saman. Dagur Hjartarson söng útgöngulagið, lag bresku rokksveitarinnar Led Zeppelin frá 1969, Whole Lotta Love.
Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman í menntaskóla og voru par í nokkur ár. Ólafur fór með Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu árið 2009 þegar hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Is It True? Parið byrjaði saman árið 2021 eftir margra ára aðskilnað.
Brúðkaupsveislan var haldin í gamla Nasa, Sjálfstæðissalnum á Iceland Parliament Hótel og sá Blómahönnum um skreytingar.
Eins og við er að búast var heilmikið um söng og tónlist í veislunni. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislugestir, og tóku þeir meðal annars lagið ásamt Sverri Bergmann og Jóhönnu Guðrúnu í þjóðarlaginu Komið að því. Sverrir tók svo lagið einn við undirleik Fjallabróðurins Halldórs Gunnars Pálssonar. Sverrir stýrði einnig hópsöng á Is It True? Jóhanna Guðrún tók svo lagið eins og söng meðal annars lag Einars Bárðarssonar, Ég sé þig. Elvis Presley eftirherma steig einnig á svið og kenndi hjónunum og veislugestum nokkur spor.
Hjónin eiga saman dótturina Jóhönnu Guðrún, og Jóhanna Guðrún á son og dóttur frá fyrra sambandi.