fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 08:30

Cohen í hlutverkinu sem kom honum á kortið, Borat.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Sacha Baron Cohen sýnir breytt útlitt sitt í forsíðumyndatöku fyrir ágústblað Men’s Fitness UK. Tímaritið var kynnt á Instagram í gær og má sjá Cohen beran að ofan sýna olíuborna magavöðva sína á meðan hann lyftir lóðum.

Aðrar myndir sýna hann gera upphífingar og sitja fyrir í ræktinni eftir að hafa Cohen hefur mótað líkama sinn fyrir hlutverk sitt í Disney+ þáttunum Ironheart frá Marvel.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Men’s Fitness UK (@mensfitnessuk)

Í myndatexta bendir tímarít á forsíðuviðtal við Cohen um ótrúlega líkamlega umbreytingu.

Cohen, 53 ára, deildi færslunni á Instagram Storyog grínaðist: „Þetta er ekki gervigreind, ég er nógu sjálfselskur til að gera þetta. Sumir frægir einstaklingar nota Ozempic, sumir nota einkakokka, aðrir nota einkaþjálfara. Ég gerði allt þrennt.“

Hann sagði einnig í gríni að hann væri „að byrja miðaldrakreppuna sína af hörku“ áður en hann frumsýndi með gamansömum hætti „nýju persónuna sína: Miðaldra mann sem skipti bjór út fyrir próteindrykki.“

Cohen segir í viðtalinu að hann hafi  ekki verið í toppformi áður. Cohen lýsti sjálfum sér fyrir umbreytinguna sem karlmanni „með kjarnastyrk marglyttu með liðagigt“.

Til að komast í form hafði Cohen samband við leikarann Matthew McConaughey til að fá ráðleggingar um traustan þjálfara.

„Hann leit út eins og reglustika,“ segir einkaþjálfarinn Alfonso „The Angry Trainer“ Moretti, en hann lét Cohen afklæðast og vera aðeins á nærbuxunum á fyrsta Zoom-fundi þeirra. Þjálfarinn gat þó séð „íþróttamann í felum“.

Moretti hjálpaði Cohen að umbreyta líkama sínum með sykurlítlu og trefjaríku mataræði og öflugri æfingaáætlun sem innihélt 100 armbeygjur daglega. Cohen þakkar Moretti fyrir að „gera hið óhugsandi, að þola hann í 25 mínútur á dag.“

Nokkrar vikur eru frá því að Cohen og leikkonan Isla Fisher gengu frá skilnaði sínum eftir næstum 14 ára hjónaband og 21 árs samband. Þau eiga þrjú börn á aldrinum 10 til 18 ára.

„Við erum stolt af öllu því sem við höfum áorkað saman og, með því að halda áfram mikilli virðingu okkar fyrir hvort öðru, erum við vinir og staðráðin í að ala upp dásamleg börn okkar saman,“ sögðu þau í sameiginlegri yfirlýsingu í síðasta mánuði. „Við biðjum fjölmiðla að halda áfram að virða friðhelgi barna okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“