Leikkonan þokkafulla, Jessica Alba, er sögð vera komin með nýjan kærasta. Jessica gekk frá skilnaði við eiginmann sinn til 17 ára, Cash Wareen í byrjun árs en saman á parið þrjú börn.
Síðan þá hefur Jessica verið kona einsömul en nú virðist hún gengin út og hefur það vakið talsverða athygli að nýi kærastinn er mun yngri en hún.
Um er að ræða leikarann Danny Ramirez sem verður 33 ára gamall í september. Ramirez hefur verið að gera það gott sem leikari undanfarið, sérstaklega innan Marvel-söguheimsins, en þar fer hann með hlutverk Joaquin Torres, hins nýja Fálka. Er Danny nú í tökum á stórmyndinni Avengers: Doomsday sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.
Ramirez gaf sér samt tíma til að skjótast með Jessicu í helgarferð til Cancun á dögunum og eru neistarnir milli parsins sagðir allt að því áþreifanlegir.