fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fókus

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. júlí 2025 19:30

Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur og næringarþjálfari, deila reynslu sinni af kynlífsklúbbum

Þau ræða um málið í hlaðvarpsþættinum Taboo sem þau halda úti saman.

„Við erum ekki með brjálæðislega mikla reynslu,“ segir Árni og Guðrún segir þá: „Svolítið brjálaða.“

Þau ítreka að þau séu engir sérfræðingar í kynlífsklúbbum, þau séu bara að miðla sinni reynslu.

Fínn staður í Lissabon

Það er komið ár síðan þau fóru á fyrsta klúbbinn. Þau voru þá stödd í Lissabon í Portúgal og fóru í tvo klúbba í borginni.

„Klúbbarnir voru eiginlega svart og hvítt,“ segir Árni.

„Annar var flottasti klúbbur sem við höfum farið á. Svona upscale, því oft getur þetta verið svona industrial, en þetta var fancy klúbbur.“

Þetta var staðurinn X Clube og er aðeins pörum hleypt inn. Þau segja að það verði allt öðruvísi stemning þegar bara pörum er hleypt inn miðað við þegar einhleypum karlmönnum er hleypt inn.

„Það var svolítið öryggi í því þegar maður er að stíga sín fyrstu skref,“ segir Guðrún varðandi að það voru bara pör leyfð inni á staðnum.

Mynd/Karin Bergmann

Reyndi á mörk

Þau rifja upp fyrstu heimsóknina. „Það er bara opið einu sinni í viku, bara á laugardögum, og það var alveg stappað þarna. Mikið af rosa flottu fólki, þá er ég ekki að meina útlitslega heldur skemmtilegt og flott fólk,“ segir hann.

Þau kynntust pari frá Kasakstan og öðru frá Pakistan og áttu við þau djúpar samræður í byrjun kvöldsins. „Við vorum eiginlega ekkert að leika með öðrum, við vorum bara tvö,“ segir Árni.

„Þetta var svona í fyrsta skipti sem reyndi á mörk,“ segir Guðrún. „Og ég var bara: Vá, ég þarf að standa með sjálfri mér, mig langar ekki að vera með hverjum sem er, bara því ég er inni á einhverjum kynlífsklúbb.“

Sjá einnig: Árni og Guðrún:„Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Þau segja mikilvægt að ræða um mörk, væntingar og fleira áður en stigið er fæti inn í fyrsta klúbbinn.

„Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

„Við sem sagt enduðum inni í herbergi með pari þar sem konan var…“ segir Árni og Guðrún segir: „Hún var tryllt í þig.“

„Hún límdist við mig eins og kolkrabbi. Og ég var alveg spenntur fyrir henni, þetta var bara gaman, skemmtilegt flæði. En þú varst engan veginn að tengja við manninn.“

„Bara ekki neitt, hann var alveg svolítið ágengur,“ segir Guðrún.

„Síðast steigst þú til hliðar og sagðist ætla bara að horfa á. Og þá var ég bara: „Neineineinei.“ Þá sögðum við að þetta væri ekki að gera sig fyrir okkur og það er svo fallegt í þessum heimi að það má alltaf, fólk vill heyra nei eða já.“

Sjá einnig: Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Farið á klúbb á Íslandi

Eins og fyrr segir er stemningin öðruvísi þegar einhleypum karlmönnum er hleypt inn. Þau segja frá hinum staðnum sem þau heimsóttu í Portúgal.

„Þetta var stór villa sem var búið að breyta í klúbb og þar voru einhleypir gaurar leyfðir, þannig það kvöld var meira ég og þú að leika okkur og nokkrir menn að fylgjast með,“ segir Árni og Guðrún bætir við að mennirnir hafi eiginlega elt þau um húsið.

„Við entumst líka ekki lengi þar,“ segir hann.

Þau hafa einnig farið á klúbba í Barcelona og Bandaríkjunum. „Svo erum við búin að fara á klúbb hérna á Íslandi líka,“ segir Guðrún.

„Það var reynt núna mjög nýlega að opna klúbb hérna á Íslandi, alveg geggjuð staðsetning,“ segir Árni en bætir við að hann heldur að klúbburinn sé ekki lengur opinn því markaðurinn hérlendis er strembinn fyrir svona starfsemi.

Tabú umræðuefni

„Með þetta og svo margt, af hverju þarf þetta að vera feimnismál? Og af hverju þarf maður að vera eitthvað að laumupúkast með að fara á kynlífsklúbb. Því maður getur líka bara verið parið saman,“ segir Guðrún.

„Kannski erum við hér til að opna huga fólks fyrir því að þetta sé ekkert hættulegt eða hræðilegt eða skítugt,“ segir Árni.

„Og ekki eitthvað sem endar bara í skilnaði, endilega,“ segir Guðrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“