fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

Sjö ára martröð byrjaði eftir að kærastinn prumpaði framan í hana

Fókus
Þriðjudaginn 27. maí 2025 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Christine Connell lýsir sjö ára martröð sem byrjaði þegar þáverandi kærasti hennar prumpaði framan í hana.

Þó að leiðir þeirra hafa skilið þá er Christine enn með stanslausa áminningu um samband þeirra, en hún hefur glímt við stíflað nef og verk í andliti í mörg ár.

Hún rakti einkennin til kvöldsins örlagaríka með kærastanum. The Sun greinir frá.

Umrætt kvöld lá Christine uppi í rúmi, hún var að jafna sig eftir aðgerð, þegar kærasti hennar rak við á meðan hann skipti um föt fyrir framan hana. Christine heldur því fram að hún hefur verið að glíma við ennisholu- og kinnholusýkingu síðan.

Henni datt ekki í hug að tengja atvikið við veikindin fyrr en læknarnir tóku sýni úr nefi hennar.

@christinexploringI wish I were joking 😭

♬ original sound – Christine Connell

„Ég áttaði mig á því að fyrrverandi kærasti minn fékk bestu hefndina eftir sambandið,“ sagði Christine í myndbandi á TikTok.

„Ég hef verið stanslaust með sýkingu í kinn- og ennisholunum eftir að við gistum saman á hóteli og hann prumpaði skelfilega. Ég gat ekki andað.“ Hún sagðist aldrei hafa fundið aðra eins lykt.

Christine segir að eftir margar rannsóknir hafi læknar komist að því að hún væri með E. coli.

„Þú færð venjulega ekki E. Coli í kinn- og ennisholurnar því E. Coli kemur frá saur, þannig ég veit ekki. Hvernig fer þetta þangað nema þú eigir kærasta sem prumpar ógeðslega og þú neyðist til að anda því inn því þú getur ekki hreyft þig eftir ökklaaðgerð.“

Hún sagði að hann hafi verið nakinn að neðan og staðið beint fyrir framan hana. „Rassinn hans sneri í áttina að mér og það var þá þegar hann prumpaði.“

Það er ekki víst tilgáta hennar um veikindin sé rétt. Læknirinn Franklin Joseph sagði í samtali við The Sun að það sé mjög ólíklegt að einhver geti fengið sýkingu í kinn- og ennisholur með þessum hætti. Það eru ekki bakteríur í prumpinu sjálfu. Hann segir að þetta sé mjög ólíklegt en ekki ómögulegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt