fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fókus

Opinbera loksins hvaða barnastjörnur fara með aðalhlutverkin í nýjum þáttum um Harry Potter

Fókus
Þriðjudaginn 27. maí 2025 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steymisveitan HBO vinnur nú að undirbúningi nýrra sjónvarpsþátta um galdrastrákinn vinsæla, Harry Potter. Spennan er gífurleg og undanfarna mánuði er búið að kynna til sögunnar nokkra leikara sem fara með stór hlutverk í þáttunum. Það er þó fyrst núna sem HBO hefur opinberað hverjir fara með stærstu hlutverkin, hlutverk þríeykisins Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger.

Stefnt er að því að gera sjö þáttaraðir, en eins og aðdáendur galdrastráksins vita þá voru bækurnar einmitt sjö. Því er reiknað með að það muni taka um áratug að ljúka gerð þáttanna. Leikararnir munu því þurfa að helga sig löngu og tímafreku verkefni. Stefnt er á að fyrsta þáttaröðin verði frumsýnd á næsta ári.

Hinn ungi Dominic McLaughlin mun fara með hlutverk Harry Potter, Arabella Stanton mun leika Hermoine Granger og Alastair Stout fer með hlutverk Ron Weasley. Aðstandendur þáttanna segja að öll þrjú séu gífurlega efnilegir leikarar, en þau voru valin úr hópi rúmlega tugþúsunda barna sem mættu í áheyrnarprufur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt