„Hann var alveg: „Ég ætla ekki að taka hana upp í dag. Hún er með bauga.“ Og ég var 25 ára, þannig það var mjög vandræðalegt þegar hann sagði þetta,“ sagði leikkonan í 60 Minutes á sunnudaginn síðastliðinn.
„Strax eftir að tökum lauk fór ég í fegrunaraðgerð.“
Curtis nefndi engin nöfn en Gordon Willis heitin var kvikmyndagerðarmaður umræddrar kvikmyndar samkvæmt IMDb.
Hann lést árið 2014, 82 ára gamall.
Leikkonan segir að hún hafi strax séð eftir aðgerðinni. „Þetta er bara ekki eitthvað sem þú gerir þegar þú ert 25 eða 26 ára, og ég sá strax eftir þessu og hef eiginlega séð eftir þessu síðan.“
Þetta reyndist ekki aðeins andlega erfitt fyrir Curtis heldur þróaði hún með sér verkjatöflufíkn, nánar tiltekið varð hún háð ópíóðalyfjum.
Henni tókst að vinna bug gegn því og hefur ekki lagst undir hnífinn síðan. Hún hefur verið dugleg að hvetja konur um árabil að fagna eigin náttúrulegri fegurð og að eldast náttúrulega.
„Um leið og þú fiktar í andlitinu þínu, þá færðu það ekki til baka.“