fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

Fókus
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 15:30

Keppendurnir ásamt kennaranum Sólrúnu Baldursdóttur. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendur í LEGO-vali í Vopnafjarðarskóla tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í Legó-þrautum, FFL (First Lego League), í Houston í Bandaríkjunum um páskana. Lenti liðið um það bil í miðjum hópi keppnisliða en aðeins 1% allra legó-liða í heiminum vinna sér þátttökurétt á mótinu.

Hópurinn sem gengur undir keppnisnafninu DODICI- (12 mínus á ítölsku) vann sér þátttökurétt á mótinu með því að verða First Lego League meistarar Íslands í nóvember í fyrra. Er þetta merkilegt afrek hjá nemendahópi frá svona litlu bæjarfélagi og ekki var frammistaða liðsins í Bandaríkjunum minna áhugaverð.

Sólrún Baldursdóttir, þjálfari liðsins og umsjónarmaður verkefnisins, rekur þessa sögu í áhugaverðum pistli á Facebook-síðu sinni. Með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri skemmtilegar myndir af keppendunum:

„DODICI-, nemendur í legovali í Vopnafjarðarskóla, urðu síðastliðinn nóvember First Lego League meistarar Íslands og unnu sér með því inn þátttökurétt í heimsmeistarakeppni FLL sem haldin var í Houston um páskana. Þar voru krakkarnir fulltrúar Íslands og stóðu sig með mikilli prýði. Í þessari keppni voru 160 lið frá 50 löndum og til gamans má geta að innan við 1% liða í heiminum fá þátttökurétt á þessu móti.

Verkefnin í svona keppni eru fjölbreytt og er samvinna lykilþáttur í þeim öllum. Krakkarnir héldu hálftíma langa kynningu þar sem þeir fjölluðu um nýsköpunarverkefni þeirra sem var manngert vistkerfi fyrir kaldsjávarkóralla. Í þeirri kynningu útskýrði hópurinn einnig hönnun og forritun vélmennisins sem keppt var með á þrautaborði í þremur lotum. Krakkarnir töluðu um samvinnuna í verkefninu, samstarf við fagaðila og kynningar sem þeir héldu í ferlinu. Einnig fengu krakkarnir spurningar frá dómurum varðandi hvert viðfangsefni.

Fyrsta daginn á mótinu var æfingakeppni í vélmennakappleiknum, þar gekk DODICI- mjög vel, liðið náði mest 365 stigum og endaði í 76. sæti sem er frábær árangur. En í keppninni sjálfri daginn eftir var Garðar SigurWin (róbótinn) eitthvað að stríða liðsmönnum, þá náði liðið 335 stigum og endaði í 105. sæti. Liðsmenn voru þó sáttir við þann árangur þar sem hann var ekki langt frá markmiðinu, sem var að vera ofar en 100. sæti.

DODICI- var með bás á keppninni þar sem liðið kynnti Ísland, nýsköpunarverkefnið og vélmennið. Á básnum fengu gestir gjafir frá liðinu og styrktaraðilum, barmmerki, súkkulaði, límmiða og jójó merkt liðinu.

Síðasta dag keppninnar var Encore keppni, þar sem þrjú lið eru sett saman í hóp og vinna að því að hanna og forrita róbótana sína til að leysa óundirbúnar þrautir í tveimur kappleikjum. Liðin höfðu 90 mínútur til að undirbúa sig fyrir fyrri leikinn og svo 40 mínútur til að betrumbæta eða bæta við forritum. Og það er sérstaklega gaman að segja frá því að þessa keppni sigraði DODICI- ásamt sínum samstarfsliðum sem voru frá Kaliforníu og Massachusetts. Svona verkefni krefst mikillar útsjónarsemi, samvinnu og samskiptahæfileika og frábært að sjá unglingana okkar standa sig svona vel á þessu sviði.

Krakkarnir voru landi og þjóð svo sannarlega til sóma, fengu mikið hrós fyrir hressleika og skemmtilegheit, enda var hópurinn duglegur að syngja þjóðsönginn, Ég er kominn heim og fleiri vel valin lög þegar færi gafst. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og fyrir utan þátttöku á heimsmeistaramótinu heimsótti hópurinn Nasa Space Center og skoðaði sig um í borginni.

Að baki liggur mikil vinna við undirbúning keppninnar og skipulag ferðalagsins. Þessi ferð hefði ekki getað orðið að veruleika nema fyrir samstöðu allra þeirra sem að liðinu koma og stuðningi styrktaraðila. DODICI- hópurinn er afar stoltur af árangrinum og þakkar kærlega fyrir sig!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“