fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Fókus
Sunnudaginn 20. apríl 2025 10:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið að fylgjast með bíl eiginmanns míns og hef tekið eftir því að hann leggur oft við sama húsið. Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur.“

Svona hefst bréf til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land. Hún skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Höfundur bréfsins er kona í leit að ráðum vegna hjónabands hennar sem stendur á brauðfótum.

„Við höfum verið gift í 20 ár, við eigum fjögur börn og erum á sextugsaldri,“ útskýrir konan.

„Hann er ástin í lífi mínu. Við vorum einu sinni svo hamingjusöm, alltaf að snerta hvort annað, kyssast og hlæja. En þettta breyttist eftir að við eignuðumst börn og þegar ég var ólétt af okkar yngsta fann ég skilaboð í símanum hans á milli hans og samstarfskonu hans. Þau voru að daðra en hann sannfærði mig um að gleyma því sem ég sá.

Ég reyndi mitt besta en tókst ekki að gleyma þessu og nú hef ég það á tilfinningunni að hann er að ljúga að mér aftur.“

Staðsetningarbúnaður

Eiginmaður hennar setti staðsetningarbúnað í bílinn eftir að bílnum var næstum stolið. „Ég hef verið að fylgjast með hvar hann er síðan þá og hef núna nokkrum sinnum tekið eftir því að bíllinn hans er lagður fyrir utan óþekkt heimilisfang. Jafnvel um jólin þegar hann sagðist vera á viðburði á vegum vinnunnar,“ segir konan.

„Ég er svo hrædd, ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég get ekki sagt honum það sem ég veit, því hann mun annað hvort ljúga eða fara. Þannig í staðinn hef ég leyft okkur að fjarlægast hvort annað enn frekar.

Ég get ekki snert hann og leyfi honum ekki að kyssa mig. Við höfum ekki stundað kynlíf í einhverja mánuði.“

Konan viðurkennir að hluti af henni langar að fara frá honum en dóttir þeirra er að taka mikilvægt próf í sumar og hún vill ekki gera eitthvað til að koma henni úr jafnvægi.

„Þannig ég horfi bara, bíð og verð þunglyndari og þunglyndari.“

Ráðgjafinn svarar:

„Traustið í hjónabandi ykkar fór þegar þú fannst þessi skilaboð og hvorugt ykkar gerði eitthvað til að reyna að laga það, þannig bilið á milli ykkar hefur bara breikkað.

Ef þú heldur áfram að hunsa hegðun hans þá mun þetta bara versna og þér á eftir að líða verr.

Það er kominn tími til að tala saman. Segðu honum að þér finnst eins og það sé eitthvað að hjá ykkur, spurðu hann út í þetta heimilisfang . Krefðu hann um sannleikann.

Útskýrðu hvernig sambandið ykkar virðist hafa breyst og að þú værir til í að hann myndi eyða meiri tíma með þér.“

Ráðgjafinn segir að það er ekki hægt að byrja að laga hjónabandið fyrr en þau tala saman um allt. Og ef þau bæði vilja og eru ákveðin að láta hjónabandið ganga þá er það hægt, en þau þurfa bæði að vera tilbúin að leggja á sig vinnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“