fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 15:15

Það verður stuð á Hlíðarenda í júní. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska þungarokkshljómsveitin Sepultura kemur til Íslands í júní og heldur tónleika. Þetta er síðasta tónleikaferðalag sem þessi goðsagnakennda hljómsveit heldur.

Tónleikarnir eru í N1 höllinni við Hlíðarenda þann 4. júní undir yfirskriftinni: Sepultura – 40 Years Farewell Tour.

„Brasilíska-ameríska þungarokksgoðsögnin SEPULTURA fagnar ótrúlegum 40 árum á alþjóðlegu þungarokkssenunni – en hefur nú tilkynnt að þeir muni hætta öllum tónleikaferðalögum.
Óvænt tíðindi fyrir marga, en þeir ætla að kveðja með látum!“ segir í tilkynningu tónleikahaldarans Tónleiks. „Þetta er tímamótaatburður í sögu þungarokksins. SEPULTURA hefur skilið eftir sig djúp spor í þróun þessa tónlistarstíls, haft gríðarleg áhrif á ótal hljómsveitir og mótað þungarokk eins og við þekkjum það í dag.“

Sepultura var stofnuð í borginni Belo Horizonte í Brasilíu árið 1984 og lék upphaflega svartmálm og dauðarokk. Síðan þá hefur tónlist sveitarinnar þróast í ýmsar áttir, svo sem í þrass, grúvmetal, númetal og metal með miklum áhrifum frumbyggja Amazon frumskógarins.

Hljómsveitin hefur gefið út 15 hljómplötur og selt 20 milljón eintök. Þeirra þekktustu plötur eru Beneath the Remains, Arise, Chaos A.D. og Roots með hinum eftirminnilega slagara Roots Bloody Roots.

Upprunalegu meðlimirnir og bræðurnir Max og Igor Cavalera eru fyrir margt löngu horfnir á braut en gítarleikarinn Andreas Kisser og bassaleikarinn Paulo Jr. hafa plægt akurinn með Sepultura síðan á gullaldarárunum. Bandaríski söngvarinn Derrick Greene bættist við eftir að Max hætti en sveitin hefur reglulega skipt út trymblum. Núverandi trymbill er hinn ákaflega hæfileikaríki Greyson Nekrutman.

Miðasala hefst á mánudag, 3. mars. Á midix..is, klukkan 10. Miðaverð er 12.990 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Michael Bay gerir bíómynd um Skibidi Toilet

Michael Bay gerir bíómynd um Skibidi Toilet
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu