fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Fókus
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það blæs köldu á milli aðalleikara kvikmyndarinnar It Ends With Us þessa dagana. Blake Lively hefur kært mótleikara sinn, Justin Baldoni sem jafnframt er leikstjóri myndarinnar, fyrir kynferðislega áreitni og ófrægingarherferð. Baldoni hefur sjálfur boðað málaferli og sakar Lively um að ljúga í örvæntingafullri tilraun til að bjarga ferli sínum. Nú hefur stórfyrirtækinu Disney verið blandað inn í deilurnar út af kvikmyndinni Deadpool & Wolverine. Eiginmaður Lively, Ryan Reynolds, fer með aðalhlutverkið í myndinni og tók þátt í að skrifa handritið.

Baldoni hefur nú heimtað að Disney geymi öll gögn sem gætu tengst eða sýnt fram á „vísvitandi tilraun til að hæðast að, áreita, ógna Baldoni eða beita hann einelti með persónunni „Nicepool“ og eins öll gögn sem varða tilurð hlutverksins, söguþráðinn þar sem persónunni bregður fyrir og svo framvegis.

Nicepool er útgáfa á ofurhetjunni Deadpool nema úr hliðstæðum veruleika. Þó að þeir séu báðir ofurhetjur, og báðir leiknir af Ryan Reynolds, eru þeir nokkuð ólíkir. Deadpool er afskræmdur og sköllóttur á meðan Nicepool er andlitsfríður með sítt hár. Deadpool er dónalegur, Nicepool er kurteis. Baldoni grunar að Reynolds hafi búið Nicepool til bara til að hæðast að sér og eins bendi persónan til þess að Baldoni hafi ekki gerst sekur um nokkra áreitni. Hvers vegna myndi eiginmaður meints þolanda byggja persónu á meintum geranda?

Nicepool er pirrandi á meðan Deadpool er svalur. Nicepool kemur með óþarfa athugasemdir um aðra persónu, Ladypool, sem var leikin af Lively. Eins sagði Nicepool á einum stað að hann skilgreindi sig sem femínista, en margir telja það vera skot á Baldoni þar sem Lively hefur sagt að Deadpool & Wolverine endurspegli skoðanir hennar á sjálftitluðum góðum mönnum sem nota femínisma sem tól. Nicepool er einnig drepinn með frekar hrottalegum hætti í frekar langdreginni senu þar sem Deadpool notar hann sem mennskan skjöld. Netverjar hafa eins bent á að þó að Ryan Reynolds leiki Nicepool þá kemur fram í kreditlista myndarinnar að persónan sé leikin af Gordon Reynolds. Blake Lively sendir sérstakar þakkir til Gordon Reynolds í kreditlista It Ends With Us. Þó er rétt að taka fram að hjónin hafa lengi verið þekkt fyrir að skjóta hvort á annað opinberlega svo mögulega er Gordon Reynolds með öllu ótengdur Baldoni. Aðrir hafa eins bent á að Nicepool geti allt eins verið vísun til þess að Reynolds er frá Kanada og Kanadabúar eru þekktir fyrir að vera yfirdrifið kurteisir. Þess vegna tali Nicepool með þykkum kanadískum hreim.

Talið er að Baldoni ætli sér að nota Nicepool gegn Lively. Ef hún hefði raunverulega orðið fyrir kynferðislegri áreitni þá hefði hvorki hún né eiginmaður hennar gert grín að því með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu