fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafði gaman af Áramótaskaupinu 2024 og segir að það sé blákaldur íslenskur heiður að vera skotspónn brandara í því.

Það kom eflaust ekki mörgum á óvart að það hafi verið gert grín að forsetakosningunum og forsetaframbjóðendum í skaupinu og segir Ásdís í samtali við DV að hún hafi alls ekki verið hissa.

Skjáskot/RÚV

„Ég bjóst alveg við því og hefði líka veðjað á kyntáknslínuna með Katrínu,“ segir hún.

„Ég hefði frekar verið svekkt ef hún hefði ekki náð í skaupið! En þetta var bara skemmtilegt. Leikkonan var flott, náði IceQueen lúkkinu vel og vel við hæfi að gera smá ljósku brandara úr þessu öllu.“

Ásdís Rán og kærasti hennar, Þórður Daníel, um áramótin.

Sjá einnig: Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Ásdís var ánægð með skaupið og segist ekkert hafa kippt sér upp við grínið.

„Ég hef verið tekin fyrir svo oft í skaupinu að ég kippi ekki upp við það, það er bara blákaldur íslenskur heiður frekar en annað,“ segir hún.

„Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með skaupið heldur fannst það bara mjög skemmtilegt og ég skellti upp úr oft þannig það skoraði hjá mér.“

Ásdís og Þórður um áramótin.

Heimakær áramót

Ásdís varði áramótunum heima í Kópavogi með börnunum sínum og kærasta.

Ásdís Rán með sonum sínum.
Börn Ásdísar.

Gaf út lífsstílsleiðarvísir

Ásdís gaf út bókina Celebrate You: The Art of Self-Love í október sem er til sölu á Amazon.

„Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Frábær bók til að eiga heima og vinna í eftir hentisemi,“ sagði Ásdís á sínum tíma.

Sjá einnig: Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu