fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fókus

Leikarinn reyndi að koma samstarfskonu sinni til bjargar þegar hann var drepinn

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2024 16:30

Johnny Wactor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Johnny Wactor var skotinn til bana í Los Angeles á laugardag en hann var á ferð með samstarfskonu sinni þegar hann kom að þremur mönnum sem voru að eiga við bílinn hans.

Talið er að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja hvarfakútinn undan bílnum, en talsverð verðmæti eru í slíkum kútum sem eru hluti af pústkerfi bíla.

Bróðir Johnny, Grant, segir við Daily Mail að Wactor hafi verið að fylgja samstarfskonu sinni að hennar eigin bifreið þegar hann sá mennina við hans bíl skammt frá.

Sjá einnig: Þekktur leikari skotinn til bana

„Hann gekk upp að þessum mönnum og hélt í fyrstu að þeir væru að draga bílinn í burtu. Hann spurði hvort þeir væru að því,“ segir Grant en einn mannanna sneri sér við og beindi skotvopni að leikaranum og vinkonu hans.

„Hann bakkaði og kom sér fram fyrir samstarfskonu sína þegar hann sá hvað var að gerast. Það var þá sem þeir skutu hann,“ segir Grant.

Mennirnir voru allir með grímu fyrir andlitinu og forðuðu þeir sér af vettvangi á meðan Johnny lá í blóði sínu. Lögregla hefur ekki haft hendur í hári þeirra.

Aðstandendur leikarans, sem var 37 ára þegar hann lést, eru eðli málsins samkvæmt miður sín. „Við erum í rusli yfir þessu. Hann var bara á leiðinni í bílinn sinn, það var engin þörf á þessu,“ segir amma hans, Barbara, við Daily Mail.

Móðir hans, Scarlett Wactor, segir að sonur hennar hafi reynt að koma í veg fyrir að vinkona hans yrði skotin. „Hann var ljós í myrkrinu.“

Wactor lék í tæplega 170 þáttum af General Hospital á árunum 2020 til 2022 sem hafa verið sýndir frá árinu 1963. Þá lék hann í þáttunum Army Wives, Westworld og Criminal Minds svo nokkrir séu nefndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi