Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Wactor hafi komið að þremur mönnum sem voru að reyna að fjarlægja hvarfakútinn úr bifreið hans. Um er að ræða hluta af pústkerfi bílsins og getur nýr slíkur kútur kostað nokkur hundruð þúsund krónur.
Málsatvik eru óljós en einn þessara þriggja manna dró upp skotvopn og skaut Wactor. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en úrskurðaður látinn við komuna þangað. Byssumaðurinn er enn ófundinn.
Wactor lék í tæplega 170 þáttum af General Hospital á árunum 2020 til 2022 sem hafa verið sýndir frá árinu 1963. Þá lék hann í þáttunum Army Wives, Westworld og Criminal Minds.