fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Óhugur vegna ástarsambands dóttur Russell Simmons og karlmanns sem er 44 árum eldri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 10:12

Mynd/Getty Images/Skjáskot: Page Six/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Aoki Lee Simmons, 21 árs, er dóttir tónlistarmógulsins Russell Simmons og fyrrverandi fyrirsætunnar og fatahönnuðarins Kimoru Lee Simmons.

Í síðustu viku sást hún í fríi með veitingamanninum Vittorio Assaf, 65 ára. Þau voru að kyssast og taka myndir á ströndinni í St. Barts á þriðjudaginn. Samband þeirra hefur vakið mikla athygli vegna 44 ára aldursmunar þeirra.

Margir benda á að það sé einnig aldursmunur á foreldrum hennar, en Russell var 35 ára þegar hann byrjaði með Kimoru Lee, sem var þá aðeins 17 ára.

Tónlistarmógullinn var ákærður fyrr á árinu fyrir að nauðga konu sem starfaði hjá fyrirtæki hans, Def Jam, í byrjun tíunda áratugarins. Þrjár aðrar konur hafa sakað hann um nauðgun sem áttu sér stað á árunum 1983 og 1996. Fimm aðrar konur hafa sakað hann um kynferðislega áreitni, nýlegasta atvikið átti að hafa gerst árið 2016.

Aoki og Kimora Lee Simmons.

Myndirnar af Aoki og Vittorio vöktu talsverðan óhug meðal netverja og lýstu sumir yfir áhyggjum yfir ungu fyrirsætunni.

Hins vegar bentu aðrir á að Aoki sé fullorðin kona og fullfær um að taka eigin ákvarðanir.

Page Six greinir frá því að stuttu ástarsambandi þeirra sé lokið.

„Þetta er hundrað prósent búið. Þau eru alls ekki saman,“ sagði heimildarmaður náinn fyrirsætunni við miðilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður