fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2024 10:19

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska konan Lucy Huxley segir að bankarnir í heimalandi hennar hati hana og að ástæðan sé starf hennar.

Hún starfar í kynlífsiðnaðinum, sem er lögleg atvinnugrein í Þýskalandi.

„Bankar hata mig,“ segir hún í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.

„Ég fór í bankann í síðustu viku til að opna nýjan reikning. Ég er með annan reikning en það eru takmörk fyrir því hversu mikið reiðufé ég get lagt inn á hann, og nær allar tekjurnar mínar eru í reiðufé. Ég átti bókaðan tíma í einum stærsta banka Þýskalands til að opna nýjan reikning. Ég mætti með öll nauðsynleg skjöl tilbúin og þegar bankastarfsmaðurinn spurði mig við hvað ég starfa þá var ég bara hreinskilin, því ég hélt að þetta yrði ekki vandamál,“ segir hún.

„Hann var að fylla út skjal í tölvunni og setti inn starfsgrein mína og þá kom villumelding. Hann fékk þær upplýsingar að bankinn leyfi ekki kynlífsverkafólki að opna reikning hjá þeim. Því miður er það löglegt fyrir bankann að mismuna mér á þennan hátt, því kynlífsverkafólk er ekki verndað með lögum gegn mismunun. Þú mátt ekki mismuna vegna kynþáttar, kyns eða kynhneigðar. En einkafyrirtæki mega mismuna mér vegna starfs míns.“

@lucyhuxleyxxxWish me luck for my appointment next week 🥴♬ original sound – Lucy Huxley

„Ég er búin að bóka tíma hjá öðrum banka í næstu viku og ég ætla bara ekki að segja þeim við hvað ég vinn. Ég ætla bara að segja að ég sé í sjálfstæðum rekstri,“ segir Lucy.

Það getur verið að það plan gangi ekki upp. „Allt kynlífsverkafólk verður að vera á skrá hjá ríkisstjórninni og fjárveitingarvaldinu, þannig bankinn getur kannski komist að starfi mínu og lokað reikningnum mínum,“ segir hún.

„Þetta er ekki bara vandamál í Þýskalandi. Klámstjarnan Stella Barey hefur talað um það að bankar hafa margoft lokað reikningum hennar því þeir tóku eftir því að hún var að fá borgað frá ákveðinni síðu.“

Lucy er mjög dugleg að birta myndbönd um kynlífsiðnaðinn og upplifun hennar á TikTok.

@lucyhuxleyxxx Replying to @Dr. Killjoy ♬ original sound – Lucy Huxley

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise