fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Fókus
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi klámstjarnan Jenna Jameson og áhrifavaldurinn Jessi Lawless eru að skilja, ellefu mánuðum eftir að hafa gengið í hjónaband.

Jameson, 50 ára, hefur nú rofið þögnina eftir að tíðindi um yfirvofandi skilnað þeirra fór á flug en það var Lawless, 41 árs, sem tjáði sig fyrst og greindi frá ástæðu skilnaðarins.

Á þriðjudaginn birti Lawless myndband á TikTok og Instagram – sem hún hefur nú eytt- og greindi frá því að þær væru að fara í sitthvora áttina.

Jessi Lawless. Skjáskot/TikTok

„Það er mjög erfitt fyrir mig að gera þetta myndband, en hérna er það. Það er orðrómur á kreiki um að við Jenna séum að skilja og ég er að gera þetta myndband til að staðfesta hann,“ sagði Lawless.

„Ég sagði við hana í upphafi sambands okkar að ég væri að setja mjög skýr mörk og að drykkja væri orsök svo margra vandamála í hennar lífi og að ég myndi, undir engum kringumstæðum, umbera áfengisneyslu.“

En allt breyttist þegar Jameson fór í ferðalag án Lawless. „Þetta var í fyrsta sinn, síðan við giftumst, sem hún mætti á viðburð án mín. Þetta var í fyrsta sinn sem hún var í burtu frá mér. Ég hef haldið henni á beinu brautinni en hún fór til Chicago og byrjaði að drekka,“ segir hún. Þær eru búsettar í Las Vegas.

Áhrifavaldurinn sagði að hún hafi rætt við eiginkonu sína um málið sem reyndi fyrst að neita fyrir þetta, en viðurkenndi það að lokum.

„Hún sagði bara: „Mér þykir þetta ekki leitt, ég sé ekki eftir þessu.“ Hún vildi kenna mér um þetta, ég veit ekki hvernig þetta er mér að kenna en ég hefði kannski ekki átt að hafa svona miklar væntingar. En þarna var þessu lokið, ég sótti um skilnað og það ætti ekki að taka langan tíma fyrir hann að fara í gegn,“ sagði hún.

„Þú átt örugglega eftir að sjá þetta myndband Jenna. Ég elska þig með öllu mínu hjarta og ég vona það besta fyrir þig.“

Lawless sagði í samtali við DailyMail að hún hafi ákveðið að eyða myndbandinu eftir að hafa rætt við Jameson. Hún sagði að það væri alltaf vonarneisti fyrir þær sem par.

Samkennd ekki smánun

Í samtali við DailyMail gagnrýndi Jameson nálgun Lawless og sagði að fólk með fíknivanda þurfi gott stuðningsnet, umhyggju og samkennd.

„Rannsóknir hafa sýnt að samkennd og skilningur séu betri viðbrögð við fíknivanda heldur en dómharka, smánun og vandlæting. Að sýna óskilyrðislausa ást þína og stuðning gæti verið eitt það fallegasta sem þú getur gert. Ef þú átt ástvin með fíknivanda, láttu hann vita að þú sért til staðar fyrir hann, hvort sem hann fellur eða ekki, hvort sem hann hefur verið edrú í tíu daga eða 200,“ sagði hún.

Sjá einnig: Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Hætti að geta gengið eftir dularfull veikindi

Fyrrverandi sambönd Jameson

Jameson og Lawless gengu í það heilaga í maí 2023. Þetta var þriðja hjónaband Jameson. Hún var áður gift svonefndum konungi klámsins, Brad Armstrong, á árunum 1996 til 2001 og síðan giftist hún fyrrverandi klámstjörnunni Jay Grdina, en þau voru gift frá 2003 til 2007.

Jameson á þrjú börn sem hún er – að sögn erlendra miðla –  í engu sambandi við. Hún á fimmtán ára tvíbura með fyrrverandi kærasta sínum, UFC stjörnunni Tito Oritz, og sex ára dóttur með fyrrverandi unnusta sínum, athafnamanninum Lior Bitton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bergur Þór er nýr leikhússtjóri LA

Bergur Þór er nýr leikhússtjóri LA
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“