fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Eiga andsetna dúkku – „Hún var að hreyfast og skipta um stellingar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. mars 2024 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson eru helstu draugasérfræðingar Íslands. Þau halda úti hlaðvarpinu vinsæla Draugasögur og ferðast með hlustendur um myrkustu kima heimsins. Þau hafa um árabil rannsakað draugagang með ýmsum tækjum og segjast hafa undir höndum fjölda sönnunargagna um merki að handan.

Katrín og Stefán eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Þau fara um víðan völl og ræða um það sem er fyrir handan, hvernig draugagangur lýsir sér, hvernig er hægt að losna við drauga og þeirra fyrstu reynslu að sjá eitthvað að handan. Þau fara einnig yfir staði á Íslandi þar sem reimleikar eru og eftirminnilegustu upplifanir þeirra, eins og þegar þau náðu röddum á upptöku í Hvítárnesskála eða þegar Stefán vaknaði við að sjá huggulegan prest standa yfir sér, sem dó fyrir mörgum árum.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan, það er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Andsetin dúkka

Katrín og Stefán safna andsetnum hlutum og er einn hluturinn í þeirra eigu sérstaklega óhugnanlegur, dúkkan: The Baby.

The Baby kom inn í líf Katrínar og Stefáns þegar þau voru í fríi á Tenerife. Stefán sá að Dave Schrader, sem er mjög þekkt nafn í yfirnáttúrulega samfélaginu, væri að losa sig við þessa dúkku.

„Okkur áskotnaðist þessi dúkka frá honum,“ segir Stefán og heldur áfram. „Sagan á bak við hana er rosaleg. Dave Schrader er stórt nafn í paranormal heiminum með mjög mikinn trúverðugleika á bak við sig, sjónvarpsþáttastjórnandi, rithöfundur og alls konar.“

„Hann fékk dúkkuna til sín af því að hún hafði verið í eigu einhvers barns, það kviknaði í heimilinu hjá þeim, allt brann nema dúkkan,“ segir Katrín.

Dúkkan The Baby.

Þau segja að fyrir brunann hafi dúkkan hagað sér undarlega. „Hún skreið alltaf upp í til barnsins,“ segir Stefán.

Katrín tekur undir: „Það var rosa mikill draugagangur í kringum hana, hún var að hreyfast og skipta um stellingar.“

Dúkkan er ekki heima hjá þeim. „Hún er læst inni á mjög öruggum stað,“ segir Katrín.

Þau segja nánar frá The Baby í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, þú getur einnig hlustað á Spotify.

Skjáskot úr þætti Hringbrautar um The Baby.

Katrín og Stefán voru með þætti á Hringbraut fyrir tveimur árum og gerðu sérstakan þátt um The Baby sem má horfa á hér. 

Fylgdu Draugasögur á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpsþætti þeirra á Spotify. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift hjá þeim fyrir meira efni.

Katrín og Stefán eru einnig með þættina Sannar íslenskar draugasögur (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify) og Mystík (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Í gær

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Hide picture