fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Arna kveður niður algenga mýtu – „Maður þarf að segja þetta aftur og aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2024 11:30

Arna Vilhjálmsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Arna Vilhjálmsdóttir kveður niður vinsæla mýtu um hamingju og líkamsstærð. Hún var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku.

Arna ætlaði sér ekki að verða þrítug. Hún bjóst við að lífið yrði búið fyrir þann tíma og var orðin sátt við þann möguleika. Í dag er hún 33 ára, hamingjusöm í eigin skinni og lítur björtum augum til framtíðar.

Sjálfsástarferðalag Örnu á sér langan aðdraganda. Frá því að hún var lítil vissi hún að hún væri öðruvísi, hún var stærri og þykkari en jafnaldrar hennar og var hún mjög meðvituð um að hún félli ekki inn í „samfélagslega samþykkta formið.“

Óhamingjan náði hámarki eftir að Arna varð tvítug og man hún lítið eftir árunum áður en hún skráði sig í raunveruleikaþáttinn Biggest Loser árið 2017. Hún var mjög þunglynd og við það að gefast upp, en hún sá þáttinn sem lausn, úrræði, eitthvað til að hjálpa henni. Arna endaði með að vinna þáttaröðina og viðurkennir að þó að hennar upplifun hafi að mestu verið jákvæð hafi vissulega margt athugunarvert verið við framsetningu þáttanna, sem hafa verið mjög umdeildir í seinni tíð.

Arna er nýjasti gestur Fókuss, spjallþáttar DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og Google Podcasts.

Arna kemur til dyranna eins og hún er klædd. Stuttir pistlar hennar á Instagram vekja reglulega mikla athygli þar sem hún ræðir hreinskilið og hispurslaust um andlega líðan, sjálfsást og líkamsímynd. Hún hefur áður talað um að hún hefur þurft að læra að útlit breytir ekki líðan. Í mörg ár taldi hún sér trú um að hún yrði hamingjusöm ef hún myndi bara missa x mörg kíló. En svo leið henni alveg eins þegar því markmiði var náð. Hún ræðir þetta nánar í Fókus.

„Maður þarf að segja þetta aftur og aftur og aftur. Það er enginn endapunktur á þessu, þú þarft alltaf að minna þig á þetta, auðvitað mismikið, en þú þarft að gera það því það gerir það enginn annar fyrir þig og lætur þig trúa því,“ segir Arna.

„Þú verður að trúa því sjálf svo þetta hafi áhrif. Þetta Instagram-ferli mitt hefur alltaf verið ég að setja niður hugsanir mínar á blað varðandi mig og varðandi það að mig langar að brjóta upp þetta: „Þegar ég verð mjó þá verð ég hamingjusöm.“ Hamingja er ekki einhver líkamsstærð eða fatastærð eða eitthvað svoleiðis.“

Í dag er Arna hamingjusöm en hún hefur líka unnið markvisst í sjálfri sér í mörg ár og sett andlega heilsu í forgang.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að ofan.

Arna ræðir um sjálfsástarferðalagið, að vera þjálfari í stærri líkama og fleira í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Örnu Vilhjálms á Instagram. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Hide picture