fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Andri Freyr mætti með glóðarauga í jarðarför eftir slagsmál í miðbænum

Fókus
Föstudaginn 23. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn litríki fjölmiðlamaður Andri Freyr Viðarsson rifjaði upp skemmtilega sögu í morgun í þættinum Hjartagosar á Rás 2 sem hann stýrir ásamt Þórði Helga Þórðarsyni.

Umræðurnar byrjuðu eftir að lagið No One Knows með Queens of the Stone Age hafði hljómað í þættinum.

Nefndi Andri Freyr að Þórður Helgi hefði sennilega spilað fá lög jafn oft þegar hann starfaði sem plötusnúður á skemmtistaðnum 22 fyrir margt löngu.

„Þetta var spilað tvisvar, þrisvar á hverju einasta kvöldi,“ sagði Þórður og skaut Andri Freyr inn í að þeir hafi sennilega verið plötusnúðar á staðnum á svipuðum tíma.

„Ég tók við af Óla Palla og þú hefur kannski tekið við af mér,“ sagði Þórður sem sagði að sennilega væru liðin 15 til 20 ár síðan hann þeytti skífum á 22.

Andri Freyr sagðist vita nákvæmlega hvenær hann var plötusnúður.

„Ég get sirkað þetta út svona. Ég var rotaður þarna einu sinni þegar ég var að spila. Það var algjörlega óvart, ekki mér að kenna,“ sagði Andri sem sagðist hafa verið að stoppa slagsmál úti á gólfi þegar hann var kýldur.

„Það var tekið eitt högg á mig og ég steinlá. Ég var dreginn þarna á bak við græjurnar, stóð upp, náði skiptingunni og vissi ekkert hvar ég var en áttaði mig hægt og rólega á hvað hafði gerst,“ sagði Andri sem bætti svo við:

„Þetta var örfáum dögum áður en ég var kistuberi í jarðarför og var sem sagt með glóðarauga þar. Þess vegna man ég hvaða ár þetta var, þetta var 2004.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?