fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Fókus

„Það var kominn tími til að gefa öðru afli sjens og gefa Kidda klára frí“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 18:00

Kristinn Magnússon Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið virtist brosa við Kristni Magnússyni á yngri árum. Honum gekk vel í skóla, sjálfstraustið var upp á tíu, hann blómstraði í vinnu, var hugmyndaríkur og atorkusamur, tók yfirleitt stjórnina hvert sem hann kom. Honum þótti reyndar snemma sopinn góður en er eitthvað að því fyrir ungan mann að skvetta dálítið í sig um helgar og vera uppátækjasamur?  Nei, honum þótti það bara vera hið besta mál.

Nokkrum áratugum síðar var Kristinn orðinn heimilislaus. Löngu áður var hann farinn að selja amfetamín til að fjármagna eigin fíkn, þessi maður sem fyrirleit fíkniefnaneyslu þegar hann var ungur. Áður en til þess kom hafði hann drukkið frá sér eiginkonu og vænlegan starfsframa.

Í helgarviðtali við DV fer Kristinn yfir neyslusögu sína og skrykkjótta leið sína til bata. Hann ræðir líka málefni fíknisjúklinga og heimilislausra, en það er málstaður sem hann brennur fyrir. Ennfremur ræðir hann um voðaatburðinn sem varð á Ólafsfirði, heimabæ Kristins, haustið 2022, er Tómas Waage var stunginn til bana, maður sem Kristinn þekkti vel. Kristinn segir um þennan harmleik: „Þetta er lýsandi dæmi um afleiðingarnar af ómeðhöndluðum fíknisjúkdómi.“

Ekki gott að leika guð í eigin lífi

Allt frá þessum tíma hefur Kristinn farið í fjölmargar meðferðir og náð löngum edrútímabilum, meðal annars fimm árum, en ávallt fallið aftur. Smám saman hefur edrúlífsstíllinn náð yfirhöndinni en þó eru ekki nema tvö ár síðan hann féll síðast. Hann segir hins vegar að það sé ekki erfitt fyrir hann að vera edrú í dag enda stundar hann grimmt fundi í 12 spora samtökum. Hann býr á Ólafsfirði, en á þó engar ættir að rekja þangað, og sækir bæði fundi þar og á Siglufirði, samtals um þrjá fundi á viku.

Hann fór margoft í meðferðir á Hlaðgerðarkoti og í nokkrar meðferðir á Vogi. Þessi lífseigi sjálfumglaði púki í honum sem hann kallar „Kidda klára“ hefur hvað eftir annað birst þegar brautin virðist greið og komið honum í aðstæður sem eru honum ekki hollar, eins og til dæmis það þegar hann ákvað að heimsækja gamla og góða vinkonu sína í Danmörku, sem er alkóhólisti. Hann var viss um að hann gæti höndlað það en hann var varla stiginn inn um dyrnar hjá henni er hann var byrjaður að drekka bjórinn sem hún bauð honum úr ísskápnum sínum.

En smám saman, ekki síst fyrir tilverknað æðri máttar, hefur edrúmennskan tekið völdin í lífi Kristins. „Það er þetta með guð. Sumir fælast 12 spora vinnu og 12 spora samtök út af guði eða æðri mætti. Ég hef reyndar alltaf verið trúaður svo það var ekki vandamál fyrir mig en í mínum huga snýst þetta ekki aðallega um að finna fígúru sem þú getur kallað æðri mátt heldur snýst þetta meira um að ég átti mig á því að ég er ekki guð. Að það er til eitthvað öflugra en ég. Öll þessi ár sem ég var að leika guð, í mínu lífi og helst líka í lífi annarra, það leiddi mig bara á þann stað sem ég endaði á. Það var kominn tími til að gefa öðru afli sjens og gefa Kidda klára frí.“

Kristinn segir að ástæðan fyrir því að hann er tilbúinn að ræða fíknisögu sína opinskátt í fjölmiðli sé sú að hann vilji sýna fram á að enginn þurfi að skammast sín fyrir að verða fíknisjúkur. „Fíknisjúkdómurinn er eins og hver annar langvinnur sjúkdómur sem hægt er að halda niðri og lifa með.“

Ofangreindur kafli er brot úr helgarviðtali DV, viðtalið má lesa í heild sinni hér:

Kristinn lýsir lífi í myrkri fíknar og ræðir voðaverkið sem skók samfélagið – „Merkilegt hvernig siðferðisþröskuldurinn lækkar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir kyntröllinu úr Desperate Housewives? – Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir kyntröllinu úr Desperate Housewives? – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugi lagði til ríkisstyrktar vændiskonur fyrir karlmenn sem hyggjast nauðga

Hugi lagði til ríkisstyrktar vændiskonur fyrir karlmenn sem hyggjast nauðga