fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Leitaði sér hjálpar vegna læknamistaka – „En ég horfi á það núna sem gjöf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 20:00

Mynd/Instagram @rakelhlyns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktarþjálfarinn Rakel Hlynsdóttir lenti á vegg árið árið 2018 en það datt engum í hug að á bak við brosið glímdi hún við mikið þunglyndi og kvíða. Hún faldi sjúkdóminn vel en að lokum kom að því að hún þurfti að leita sér hjálpar.

Lífsviljinn var að hverfa en innst inni vissi hún að hana langaði að lifa. Rakel hefur alla tíð verið með mikið keppnisskap sem hefur meðal annars skilað henni góðum árangri í handbolta og ólympískum lyftingum. Þarna fann hún keppnisskapið taka yfir, nú var keppnin að lifa og hún var ákveðin að sigra.

Rakel lauk endurhæfingu fyrir stuttu og lítur björtum augum fram á veginn. Horfðu á þáttinn með Rakel í heild sinni hér. 

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Lífið virtist leika við Rakel, að minnsta kosti út á við en bak við luktar dyr þegar enginn sá, tók hún niður grímuna. Hún var að berjast við mikið þunglyndi og kvíða og sá um tíma enga leið út.

„Það endaði með því að ég fór á bráðamótttöku geðdeildar. Til að gera langa sögu stutta þá var ég búin að vera á of stórum skammti af ADHD lyfjum sem gerðu það að verkum að ég var bara víruð á því. Svaf ekki neitt,“ segir hún.

Rakel Hlyns. Mynd/Instagram @rakelhlyns

Horfir á það jákvæða

„Ég fór upp á bráðamótttöku geðdeildar út af einhverjum læknamistökum. En ég horfi á það núna [sem gjöf]. Því ég hefði mögulega ekki farið í þessa endurhæfingu og allt þetta ef ég hefði ekki lent á þessum svakalega vegg. Og loksins var mér tekið alvarlega,“ segir Rakel.

„Ég vona svo innilega að þessi aðili læri af þessu og að þetta komi ekki fyrir einhvern annan.“

Rakel heldur að umræddur læknir viti af málinu en hún tók ákvörðun um að tilkynna atvikið ekki þar sem henni hafði bæði verið sagt að þetta yrði erfitt mál og var hún nýbyrjuð í endurhæfingu á þessum tíma og þurfti að fókusa á sig og sinn bata.

„Ég held ég hefði ekki haft orku í það, að taka þennan slag,“ segir hún.

Rakel ræðir málið nánar og hvernig hún hugsar um andlega heilsu í dag í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á hann á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Rakel á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Í gær

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“
Hide picture