fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Fókus
Þriðjudaginn 31. desember 2024 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez fer yfir árið 2024 í áramótaannálsmyndbandi sem hún birti á Instagram á mánudag, og minnist ekki orði á fyrrum eiginmanninn, Ben Affleck. Standa þau í skilnaðarferli, en Lopez sótti formlega um skilnað þann 20. ágúst síðastliðinn.

2024 er yfirskrift annálsins og undir hljómar lag hennar Waiting for Tonight í hljómsveitarútgáfu eftir tónskáldið Archer Marsh.

Áhersla er lögð á nokkur afrek Lopez og stórar stundir frá þessu ári, þar á meðal myndatökur, sviðsframkomur, frumsýningu kvikmyndarinnar Atlas, klippur úr heimildamynd hennar This Is Me… Now: A Love Story (sem er innblásin af ástarsambandi hennar og Affleck) og Met Gala, þar sem hún var meðstjórnandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

Þó að engar myndir eða myndbönd af Affleck séu með, viðurkennir Lopez að hún hafi lent í erfiðleikum síðasta ár.

„Ég er mjög stolt af því hvernig ég höndla alla hluti. Allt þetta,“ segir hún í viðtali í myndbandinu. Í öðru myndbandi sagði hún: „Í erfiðleikum hef ég lært að leyfa tilfinningunum að ráða bara og sleppa þeim síðan.“

Nokkrar aðrar klippur sýna Lopez með 16 ára tvíburum sínum, Max og Emme, auk 55 ára afmælis hennar sem haldið var með Bridgerton-þema.

„Hvílíkt ferðalag sem þetta ár hefur verið. Mér finnst satt að segja að það besta eigi eftir að koma. Ég get setið hér með hjarta mitt og sál ósnortna og enn finnst ég vera full af ást. Þetta verður betra og það gerir það alltaf. Þetta er fallegt líf á þann hátt.“

Myndbandið endar svo einfaldlega með textaramma: „Sjáumst árið 2025!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu