fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Fókus
Mánudaginn 9. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Hailey Welch, einnig þekkt sem Hawk Tuah-gellan, kom sér heldur betur í klandur á dögunum eftir að hún ákvað að færa út kvíarnar. Hún stofnaði nýja rafmynt eða svokallaða jarmmynt (e. memecoin) sem fór með himnaskautum í nokkrar klukkustundir áður en allt hrundi til jarðar. Nú er Welch sökuð um svik og pretti.

Rafmyntin fór á markað þann 4. desember og bar nafnið $Hawk. Á örfáum klukkustundum fór virði myntarinnar úr engu yfir í rúmlega 71 milljarð. Þetta mikla flug vakti áhuga fjárfesta sem og einstaklinga sem vildu ávaxta sparifé sitt. Fögnuðurinn var mikill á samfélagsmiðlum en Adam var ekki lengi í paradís. Gleðin breyttist í reiði og örvæntingu eins og hendi væri veifað eftir að virði myntarinnar hrundi um 95%. Nú standa spjótin á Welch. Margir sitja eftir með sárt ennið og telja ljóst að áhrifavaldurinn hafi beitt blekkingum til að hagnast persónulega.

Welch er nýstirni í heimi áhrifavalda og skaut á stjörnuhimininn í sumar eftir að hún setti TikTok á hliðina með myndbandi þar sem hún útskýrði að það eina sem karlar vilja er að láta hrækja á getnaðarlim sinn. Hún ákvað að nýta sér vinsældirnar, sagði starfi sínu lausu, byrjaði að selja varning með slagorði sínu – Hawk tuah – og fór af stað með hlaðvarp sem nýtur nú mikilla vinsælda.

Nú hafa fjárfestar í jarmmyntinni hennar sakað Welch um að vera svikari. Hún og teymi hennar hafi teymt fjárfesta á asnaeyrum í svokölluðu dæla og losa-svindli. Það felur í sér samhæfðar aðgerðir til að sprengja upp virði rafmyntar, eða dælingu inn á hana. Síðan þegar toppnum er náð þá losa svikararnir sig við myntina og við það hríðfellur virðið. Þannig sitja svikararnir með gróðann og fjárfestarnir með sárt ennið.

Gagnrýnendur Welch hafa bent á að mikið af myntinni virðist í fyrstu hafa verið keypt af fáeinum aðilum, sem bendi til innherjasvika. Fyrstu tölur bendi til þess að þessir innherjar hafi grætt tæplega hálfan milljarð hver á svikamyllunni.

Margir fyrrum aðdáendur áhrifavaldsins hafa lýst sárum vonbrigðum á samfélagsmiðlum.

Einn skrifar: „Ég er mikill aðdáandi Hawk Tuah en þú stalst af mér ævisparnaðinum. Ég keypti rafmyntina þína $Hawk sem þú varst svo spennt fyrir og notaði til þess allan minn sparnað og skólasjóð barna minna líka. Þú sagðir aldrei að þú ætlaðir sjálf að kaupa 97% af myntinni og selja næstum strax til að græða feitt. Hefði ég vitað það hefði ég ekki keypt myntina. Vinsamlegast hjálpaðu mér, hvern get ég haft samband við til að fá endurgreitt? Ef ekki þá mun ég leita réttar míns fyrir dómstólum.“

Welch og teymi hennar neita sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“