fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook má gjarnan finna mjög skemmtilega umræðu og ein þeirra rataði í fréttir í vikunni, nafnaþráður sem finna má í Facebook-hópnum Þrifatips. Umræðuefnið í þræðinum er nöfn á ryksuguvélmennum.

Þráðurinn sló í gegn og margir að deila nöfnum sem viðkomandi hefur gefið ryksuguvélmenninu á heimili sínu. Innblástur finnst víða eins og sést á nöfnunum, en 413 athugasemdir eru við færsluna þegar þetta er skrifað.

„Við vorum í smá erfiðleikum með að finna nafn,“ segir Anna María Guðlaugsdóttir, upphafskona þráðarins, í samtali við K100. En hún ætlaði að nýta sér umræðuna til að fá hugmyndir að nöfnum fyrir nýja Roborock-ryksuguvélmennið sitt.

Tryllitækið hefur nú fengið nafnið Þrifbjörn, og er kallaður Bjössi.

„Bjössi sinnir sínum heimilisverkum mjög vel og semur ágætlega við hundinn á heimilinu. Honum finnst samt fátt skemmtilegra en að trufla svefn tíkarinnar þegar hún hvílir sig á gólfinu.“

Í frétt á K100 eru talin upp fjölmörg skemmtileg nöfn sem finna má á þræðinum. Friðryka og Friðryk, Rúryk, Rykmund, Rykgrím og Rykey, sem eigendur sögðu að veittu þeim frið frá rykinu. Hreindýrið og Hreinfríður voru vinsæl á nokkrum heimilum.

Margir sóttu innblástur til þekktra einstaklinga þegar kom að nafngjöfinni: Sogfríður, Sogrún Diego, Sogi Bergmann, Suckerberg, Þrifryk Dór, Clean Elizabeth og Obi Wan Cleanobi.

Nokkrir nefndu þetta þarfatæki eftir Monicu Geller, úr þáttunum Friends en eitt fékk hins vegar nafnið Chandler Bing eftir eiginmanni Geller. Þar var það uppþvottavélin sem var kölluð Monica. „Svo þau hjónin fá að sinna þrifunum hjá mér,“ sagði þessi eigandi sem mögulega er mikill aðdáandi Friends.

Ryk-í Martin var á einu heimili og hafði tekið við af gamla ryksuguvélmenninu Ryk Forrester. Dustin Timberlake og Dustin Bieber voru á nokkrum heimilum sem og Kleanu Reeves. Nokkrar Öskubuskur virtust einnig starfa á íslenskum heimilum.

Sonur eins eiganda, fimm ára gamall, nefndi ryksuguna á heimilinu Farara – „þar sem hann fer um alla íbúð.“ „Greyið. Já, skellum greyinu í gang,“ sagði einn á þræðinum.

„Maðurinn minn vill ekki skíra börnin Bogi, bara Logi. Þannig að minn fékk nafnið Bogi Ágústsson,“ sagði ein kona.

Á meðal annarra nafna má nefna Stella (ekki í orlofi), Sir CleanAlot, kúrí Rúrý, Tuski, Blöö og Róberta Soglína.

Er ryksuguvélmenni á þínu heimili og hvað heitir tækið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu