fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 08:28

Heidi Klum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum er hrekkjavökudrottning Hollywood.

Á hverri hrekkjavökunni á fætur annarri leggur hún sig alla fram um að töfra fram svakalega búninga og virðist toppa sig hvert ár.

Árið 2022 var hún ormur.

Í fyrra var hún stórkostlegur páfugl og eiginmaður hennar, Tom Kaulitz, var egg.

Afhjúpaði búninginn

Í ár voru hjónin geimveran E.T. úr samnefndri kvikmynd: E.T. the Extra-Terrestrial.

Heidi Klum, Tom Kaulitz, Heidi Klums Halloween Party 2024
Sérð þú hvar andlit þeirra eru? Mynd/Getty Images
Heidi Klum, 2024 Halloween
Mynd/Getty Images

Drottning hrekkjavökunnar

Hrekkjavakan er vinsæl hátíð í Bandaríkjunum sem á rætur sínar að rekja til Kelta, en þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðuð koma vetrarins. Hátíðin kom til Bandaríkjanna með Írum og Skotum á nítjándu öld.

Þó að hátíðin gangi að miklu leyti út á að börn klæði sig í búninga og gangi í hús að sníkja sælgæti, þá er hátíðin engu síðri fyrir fullorðna sem ganga mislangt í búningavali og skella sér á djammið.

Ofurfyrirsætan Heidi Klum er mikill aðdáandi hrekkjavökunnar og hefur lagt mikið í búningavalið síðastliðin tuttugu ár. Hún hefur meðal annars klætt sig upp sem Lady Godiva, Betty Boop, Dominatrix, norn, vampíra, gyllt gyðja, forboðinn ávöxtur og kisa. En eins og Heidi Klum er búningurinn ekki fullkomnaður án heljarinnar veislu og heldur hún risa partí árlega.

Búningarnir í gegnum árin

2019. Mynd/Getty

2019

Það tók tíu klukkustundir fyrir Heidi að koma sér í þennan búning og leyfði hún aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Hún og eiginmaður hennar, Tom Kaulitz, voru í stíl. Heidi var geimvera og Tom blóðugur geimfari.

2018. Mynd/Getty

2018

Árið 2018 var ofurfyrirsætan Fiona úr vinsælu teiknimyndinni „Shrek“. Eiginmaður hennar var auðvitað Shrek sjálfur og er óhætt að segja að þau gjörsamlega slógu í gegn þetta árið.

2016. Mynd/Getty

2016

Heidi Klum var hún sjálf árið 2016, en að sjálfsögðu gerði hún fleira. Hún fékk til liðs við sig fimm aðrar konur sem voru gerðar að tvíförum hennar.

2015. Mynd/Getty

2015

Ofurfyrirsætan var hreint út sagt mögnuð sem Jessica Rabbit úr myndinni „Who Framed Roger Rabbit?“ árið 2015.

2011. Mynd/Getty
2011. Mynd/Getty

2011

Árið 2011 hélt hún tvö partí og auðvitað kom ekki til greina að mæta í sama búningi í þau bæði, þannig að api úr kvikmyndinni „Planet of the Apes“ og mannslíkaminn, voru gervin það árið.

2008. Mynd/Getty

2008

Árið 2008 var Kali, gyðja tíma, dauða og umbreytinga, búningurinn sem varð fyrir valinu. Það er óhætt að segja að hún hafi vakið athygli í þessum rosalega búningi.

2002. Mynd/Getty

2002

Það verður að segjast að búningarnir frá seinni áratugnum séu betri og meira krassandi heldur en búningarnir frá 2000 til 2010. En árið 2002 var Heidi Klum alveg mögnuð í gervi Betty Boop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu