fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 19:00

Hjónin Helga Gabríela og Frosti Logason. Mynd/Instagram @helgagabriela

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, fjölmiðlamaður og eigandi hlaðvarpsveitunnar Brotkast, segir frá ferðaævintýrum fjölskyldunnar, eða ferðamartröð réttara sagt, í nýjasta þætti af Harmageddon.

Frosti er giftur Helgu Gabríelu Sigurðardóttur, matreiðslumanni, og saman eiga þau þrjú börn. Þau eru tiltölulega nýkomin heim frá Portúgal en fjölskyldan hafði það notalegt á suðurströndinni.

„Sem er yndislegur staður og æðislegt að vera þar. Fáir Íslendingar, það er eiginlega einn stærsti kosturinn. Þetta er ekki eins og Tene og Kanarí þar sem er ekki þverfótað fyrir Íslendingum,“ segir Frosti í Harmageddon og bætir við: „Verðlag er gott og veðrið geggjað.“

Fékk ekki að fljúga út

Þó ferðin sjálf hafi verið góð hefur Frosti aðra sögu að segja um ferðalagið til og frá Portúgal.

„Ég lenti í smá rimmu á leiðinni út. Ég komst ekki með fjölskyldunni í vélarnar, frá Keflavík til Parísar og svo frá París til Portúgal. Konan mín þurfti að fara ein með þrjú lítil börn því Transavia neitaði að hleypa mér um borð því passinn minn var nýútrunninn. Ég hélt að við værum samt í Schengen samstarfinu og í Evrópska efnahagssvæðinu sem þýðir frjálst flæði fólks, að þú þurfir ekki að vera með vegabréf með þér en það var aldeilis ekki hjá Transavia.“

Mynd/Instagram @frostiloga

Aldrei lent í öðru eins

Fjölskyldan naut sín í botn í Portúgal og svo var komið að heimferð. Þau flugu sömu leið, frá Portúgal til Frakklands og svo heim til Íslands. Hins vegar þegar þau lentu í París þá fengu þau þær fréttir að það væri búið að aflýsa fluginu til Íslands.

„Og engin ástæða gefin fyrir því. Við fjölskyldan, með þrjú lítil börn og fjórar risastórar ferðatöskur, þurftum að klöngrast inn á eitthvað mótel, skítamótel, ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir hann.

Frosti segir að hann hafi fyrst hugsað að þetta yrði örugglega ekki svo slæmt.

„[Ég hugsaði:] Þau redda okkur hóteli, við fáum einhverjar bætur, þetta verður í lagi. En nei, nei. Við þurftum að fara með töskurnar í einhvern strætó, ekki rútu heldur strætó. Við þurftum að labba langa vegalengd með töskurnar til að finna hann. Svo kastaði strætóinn okkur út einhvers staðar lengst frá hótelinu og þurftum að labba aftur með töskurnar og ég var orðinn vel sveittur á þessum tímapunkti. Þegar við komum á mótelið þá var það mesta krömmí skíta mótel sem ég hef á ævi minni séð. Við fengum sem sagt öll fjölskyldan, tvö lítil herbergi með tveimur litlum rúmum, sem að voru eins og innréttaðir bílskúrar í… má maður segja í Breiðholtinu án þess að móðga einhvern? Þetta var virkilega low class. Herbergin önguðu af sígarettureyk. Virkilegur viðbjóður fyrir þrjú lítil börn að vera með í því.“

Dúndrandi bassi

Þarna var martröðinni ekki lokið. „Við komum seint þarna og vorum að búa okkur til svefns og tókum eftir því að fólk var farið að marsera á skemmtistað sem var staðsettur við hliðina á mótelinu og við tók dúndrandi bassatónlist til fimm um morguninn. Síðan var okkur hent út í hádeginu næsta dag, en flugið okkar var um miðnætti. Þannig við vorum strandaglópar í París. Máttum prísa okkur sæl að við fengum að geyma töskurnar á þessu skítamóteli á meðan við fórum með börnin að dunda okkur. Þetta var martröð, hrein og klár martröð.“

Frosti segir að lærdómurinn eftir þessa upplifun sé að fljúga aldrei aftur með Transavia.  „Það getur verið dýrara að fljúga ekki með svona lággjaldaflugfélögum en ég held að það margborgi sig,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“