fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Hollywood-leikari ákærður fyrir raðnauðganir – Sagður hafa beitt hrottalegu ofbeldi til að ná vilja sínum fram

Fókus
Föstudaginn 9. ágúst 2024 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-leikarinn Gabriel Olds var handtekinn á miðvikudaginn og ákærður ítrekuð kynferðisbrot í sjö ákæruliðum. Lögregla leitar nú mögulegra vitna og kannar hvort að þolendur séu fleiri. Elstu brotin sem ákært er fyrir eru sögð hafa átt sér stað fyrir rúmum áratug. Handtökuskipun var gefin út í júlí eftir að 41 árs kona kærði hann fyrir að hafa nauðgað sér á heimili hennar. Eftir að kæran barst lögreglu stigu tvær konur til viðbótar fram og sökuðu Olds um nauðganir.

Ákæruliðirnir varða nauðgun, nauðgun meðvitundarlausrar manneskju, nauðgun um endaþarm, tilraun til nauðgunar og ofbeldi í nánu sambandi.

Olds hefur leikið smærri hlutverk í mörgum þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, nú nýlega lék hann í Óskarsverðlaunamyndinni The Eyes of Tammy Faye og svo hefur hann leikið í þáttunum Jag, CSI, Six Feet Under og fleirum.

Lögregla segir að Olds hafi notað frægð sína og völd til að táldraga konur og vekja með þeim falska öryggiskennd. Síðan hafi hann gerst ofbeldisfullur. Allar konurnar sem hafi kært leikarann hafi lýst brotunum með sambærilegum hætti.

„Við heyrðum sömu söguna aftur og aftur, “ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Brent Hopkins sem starfar hjá kynferðisbrotadeildinni í New York. „Til að byrja með var Olds heillandi en svo sneri hann sér að hrottafengnu ofbeldi til að fremja þessar nauðganir. Sumir þolendanna þjáðust í þögninni árum saman áður en þær fundu styrkinn til að stíga fram. Nú er búið að fjarlægja hann af götunum og við viljum tryggja að rödd allra þolenda fái að heyrast í þessu máli.“

Lögregla segist nú ræða við tvo mögulega þolendur til viðbótar sem greina frá kynferðisbrotum sem þó eru vægari heldur í tilviki þeirra þriggja kvenna sem þegar hafa kært meint brot leikarans gegn sér. Lögreglu grunar að þolendur séu enn fleiri og líklega í fleiri ríkjum Bandaríkjanna þar sem leikarinn ferðaðist mikið. Lögregla hefur því biðlað til almennings og hvetur þolendur og vitni til að gefa sig fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS