fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Logi glímdi við þunglyndi og kvíða – „Hættu að drekka það breytir miklu”

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. mars 2024 13:30

Logi Pedro Stefánsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara miðaldra hvítur karl í Garðabæ og get ekki sett mig í spor þess sem upplifir ójafnvægi og enn síður rasisma” segir Einar Bárðarson í hlaðvarpsþætti sínum Einmitt. Þannig byrjar hann þáttinn nánast á því að stökkva út í djúpa laugina og spyrja viðmælanda sinn Loga Pedro hvort Íslendingar séu rasistar. 

„Við erum mjög sérstakt samfélag. Við erum smá þjóð á norðurhjara veraldar og það er mjög áhugavert hvernig okkur er hent inn í alþjóðasamfélagið síðustu kannski tuttugu, þrjátíu árin,” segir Logi. „Þannig erum við að takast á við umræðu sem hefur verið tekin í fleiri áratugi annars staðar og sérstaklega eins og í Bandaríkjunum.”

Logi Pedro, tónlistarmaður og vöruhönnuður er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Einmitt. Logi var að senda frá nýtt lag á dögunum og framundan er ný plata sem kemur út á árinu. Logi lauk á dögunum námi við Listaháskóla Íslands í vöruhönnun og vinnur nú við það samhliða tónlistinni.

Eru íslendingar rasistar?

Logi hefur haft sig í frammi og lagt sitt fram í umræðuna þegar rætt hefur verið um kynþætti og kynþáttafordóma á Íslandi. Einar talar um það í byrjun samtalsins hvernig hann hefur horft til Loga og hlustað eftir hans innleggi og hrósar hann Loga fyrir hans nálgun. 

“Það er þannig alveg eðlilegt að okkur verði á þegar að umræða um “blackface” og önnur hugtök blossar upp,” segir Logi. “Við verðum að geta tekið svona umræður án þess að fara í skotgrafarhernað og við verðum að fá að gera mistök, innan gæsalappa, án þess að það marki okkur fyrir lífstíð. Vísar Logi þar í í þyngdina sem oft verður í umræðunni og útilokunarmenninguna og skautunina sem aldrei er langt undan. Þeir félagar ræða einnig um fleira sem tengist þessum málaflokki.

Tónlistarmaðurinn varð vöruhönnuður í COVID

Logi eyddi árunum í kórónuveiruheimsfaraldri vel og fór í Listaháskólann og lærði vöruhönnun og starfar núna sem vöruhönnuður samhliða verkefnum í tónlistinni. Logi lýsir því hvernig það kom til í samtalinu og hvernig áhuginn á náminu kviknaði. 

“Árið 2016 smíðuðum við strákarnir stúdíó, fengum með okkur smið sem kenndi okkur handtökin og þar byrjaði þessi baktería. Mér fannst svo gaman og það var svo gefandi einhvern veginn að vinna svona og búa til í höndunum. “Einar bróðir pabba míns var mikill listasmiður og hann var mikið að smíða leikmyndir og lærði listsmíði í listaháskóla í Bandaríkjunum,” segir Logi aðspurður af því hvaðan innblásturinn kom.

Stúdíó margra stærstu platna áranna 2016 til 2020

“Þarna í þessu stúdíói eru plötur teknar upp sem eru með margfaldar platínuviðurkenningar. Þarna eru Flóna plöturnar teknar upp, Birnis plöturnar, GDRN, Auður, Retro Stefsson voru teknar þarna upp og Joey Christ,” segir Logi.  “Ég kynntist Flóna einmitt bara þegar hann var að koma og vinna í smíðavinnunnu með okkur þannig að þetta var mikill suðupottur þarna á Hverfisgötunni.“

Logi smíðaði þó ekki bara í stúdíóinu því hann gerði líka upp litla íbúð ásamt unnustu sinni sem þau þurftu þó að selja þegar fjölgaði í fjölskyldunni.

Hætti að drekka og kvíðinn hvarf

Þá berst talið að plötunni sem Logi gaf út 2018, Litlir svartir strákar, viðfangsefni hennar og þeim verkefnum sem Logi var að fara í gegnum á þeim tíma. Logi talaði opinskátt um kvíða og þunglyndi í kringum útgáfu þeirrar plötu og ræðir það einnig við Einar. 

Logi talar einnig um það hvað það breytti miklu í hans lund að hætta að drekka. “Við tókum ákvörðun um það nokkrir þarna að hætta að drekka, við vorum að stofna fyrirtæki,” segir Logi. “Það kom þannig mjög fljótt í ljós hvað það hafði góð áhrif á mig og hafði verið mikill faktor í því að mér leið illa. Þetta er það fyrsta sem ég segi við alla sem ræða við mig í dag um kvíða og þunglyndi. Hættu að drekka það breytir miklu.”

Þetta hressandi og upplýsandi samtal má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone