fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Bjössi í World Class svaf ekki í sex mánuði án þess að drekka vodka eða taka svefntöflur

Fókus
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 13:17

Björn Leifsson. Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem oft eru kennd við líkamsræktarkeðjuna World Class, eru nýjustu gestirnir í hlaðvarpsþættinum Tölum um með Gumma Kíró.

Í þættinum fara þau hjónin um víðan völl en óhætt er að segja að margt hafi drifið á daga þeirra á undanförnum árum og áratugum raunar. Auk þess að stofna World Class áttu þau Ingólfskaffi og Þjóðleikhúskjallarann um nokkuð langt skeið.

Á meðan Dísa sinnti börnunum fór Bjössi úr World Class klukkan sjö á kvöldin og á skemmtistaðina þar sem hann vann til lokunar. „Þetta var gríðarleg vinna,“ segir hann meðal annars.

Björn fer ekki í grafgötur með það að bankahrunið hafi verið erfiðasti kaflinn á hans ferli.

„Við keyptum þrettán stöðvar í Danmörku en áttum reyndar bara 24,5 prósent á móti fyrrverandi félaga mínum í Straumi,“ segir hann og heldur áfram: „Síðan fór þetta allt til helvítis í hruninu og hefði sennilega ekki einu sinni þurft hrunið til.“

Björn segir að þau hjónin hafi verið búin að ræða það að flytja úr landi ef allt færi á versta veg. Þá hafi fjölmiðlaumfjöllun reynst erfið en mikið var fjallað um riftunarmál sem þrotabú Þreks ehf. höfðaði á sínum tíma.

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró, spurði Björn hvaða áhrif öll þessi mál hefðu haft á hann og hvort hann hafi misst svefn einhverju sinni. Björn svaraði því hreinskilnislega:

„Í sex mánuði á meðan versti kaflinn var – ég veit að Dísa er ekkert hrifin af því að ég segi þetta – þá svaf ég ekki án þess að drekka hálfan lítra af vodka eða taka svefntöflur. Í sex mánuði.“

Björn reyndi alltaf að bera höfuðið hátt.

„Svo þurfti maður að taka Dagblaðið og vera á forsíðunni þar út af einhverjum dómsmálum sem skiptastjóri höfðaði gegn okkur – og tapaði reyndar öllum. Svo þurfti maður að mæta niður í stöð. Ég hugsaði alltaf það sama: „Upp með kassann og hökuna.“ – Ég lét aldrei á neinu bera.“

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar