fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Ólst upp á Hornafirði en líður best í stórborg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 19:59

Gummi Kíró er nýjasti gestur Fókuss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kírópraktorinn, áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er nýjasti gestur Fókuss, lífsstílsþáttar DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Gummi Kíró er kunnuglegt nafn á flestum heimilum landsins en hver var hann áður en hann varð kírópraktor stjarnanna og einn helsti tískusérfræðingur landsins?

video
play-sharp-fill

Yndislegt að alast upp út á landi

Gummi bjó víða um landið þegar hann var yngri. Hann fæddist á Ísafirði og bjó fjölskyldan um tíma í Bolungarvík, á Selfossi, í Reykjavík og Danmörku. Lengst var hann á Hornafirði þar sem hann varði unglingsárunum.

„Þetta var mjög hefðbundið fjölskylduuppeldi. Við erum fimm systkinin og mamma var mestmegnis heimavinnandi þannig það var vel haldið utan um mann, sem var bara fínt,“ segir hann í þættinum.

Þegar hann var um sautján til átján ára flutti hann í höfuðborgina og hóf nám við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Árið 2006 flutti hann til Svíþjóðar til að læra kírópraktorinn.

„Ég er mjög hrifinn af því að vera í stóru samfélagi, ég þrífst best þannig. Eins yndislegt og það var að alast upp út á landi, ég kunni að meta það mikið […] Þá fann ég það fljótt að svona lítið samfélag átti kannski ekki við mig, mér finnst þægilegra að vera í stærra samfélagi, meira líf og meira af tækifærum í hinu og þessu. Ég fíla mig vel í Stokkhólmi og París, þannig ég finn mig mikið á slíkum stöðum og sé mig svolítið í framtíðinni þar.“

Horfðu á þáttinn með Gumma Kíró í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Hide picture