fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hörmuleg örlög hugmyndasmiðs hinsegin fánans

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 9. júní 2023 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regnbogafáninn hefur verið tákn hinsegin samfélagsins allt frá því á áttunda áratugunum. En hvaðan kemur hann? Af hverju var valið að hafa fjöllitaðan fána til að byrja með?

Og hvað varð um manninn sem dreymdi um sameiningartákn fyrir hinsegin fólk? 

Árið 1978 bað maður að nafni Harvey Milk  vin sinn, listamanninn Gilbert Baker, um að hanna tákn fyrir hinsegin samfélagið. Fannst honum átakanlegur skortur á slíku tákni og hugðist hann sýna það í fyrsta skipti í Gay Freedom Pride göngunni sem átti að fara fram í San Francisco það sama sumar.

Harvey Milk

Fyrstur kosinn

Milk var var fyrsti samkynhneigði stjórnmálamaðurinn sem komið hafði út úr skápnum, sem kosinn var af almenningi í Kaliforníu. Sat hann í því, sem í bandarísku stjórnkerfi, mætti kalla borgarstjórn San Francisco.

Hann var framarlega í flokki í mannréttindabaráttu hinsegins fólks.

Baker var einnig  öflugur talsmaður hinsegin samfélagsins, fyrrverandi hermaður og listamaður. Hann hóf þegar að hanna fána með átta litum sem hver hafði ákveðna merkingu. Bleikt stóð fyrir kynlíf, rautt fyrir lífið, appelsínugult fyrir heilun, gult fyrir sólskin, grænt fyrir náttúru, grænbláttt fyrir töfra, blátt fyrir friðsæld, og fjólublátt fyrir hugrekki.

Gilbert Baker lést árið 2017

Af hverju Baker valdi nákvæmlega þessa liti til að búa til regnbogafána er ekki vitað, en margir segja að fáninn hafi verið til heiðurs leik- og söngkonunni Judy Garland, sem var ein fyrsta súperstjarnan í heimi samkynhneigðra karlmanna. Hennar þekktasta laga var einmitt Somewhere Over the Rainbow sem hún sögn í kvikmyndinni The Wizard of Oz. Aðrir segja að Baker hafi verið hrifinn af marglitum fánum sem skreyttu heimavistir margra háskóla á sjöunda og áttunda áratugnum og túlkuðu þá heimsfrið og mannréttindi.

Fánanum var strax vel tekið og honum flaggaði í göngunni og víðar. En eftir skelfilegan harmleik ruku vinsældir hans upp úr öllu valdi.

Milk með Moscone borgarstjóra.

Morðin 

Þann 10. nóvember sagði maður að nafni Don White upp embætti sínu í borgarstjórn San Francisco og sagði launin of lág. Nokkrum dögum síðar snerist honum hugur og vildi fá stólinn til baka. George Moscone, þáverand borgarstjóri, féllst í fyrstu á beiðni White en fór síðan að efast og tilkynnti White, sem var afar íhaldssamur, að hann vildi einhvern frjálslyndari inn í borgarstjórn.  Sjálfur var Moscone afar frjálslyndur og hafði meðal annars átt stóran þátt í því að gera samkynhneigð löglega í Kaliforníu.

Don White

Moscone borgarstjóri hugðist tilkynna um eftirmann White þann 27. nóvember. Hálftíma áður skreið White, sturlaður af reiði yfir að einhver hommavinur fengi stöðu hans, inn um kjallaraglugga til að forðast málmleitartæki, gekk að skrifstofu Moscone og skaut hann í öxl og bringu. Hann endaði á því að skjóta borgarstjórann síðan tvisvar í höfuðið. Hann gekk þar næst að fyrrum skrifstofu sinni og fyllti skot á byssu sína. Þegar hann gekk fram rakst White á Milk, mann sem hann einnig hataði vegna samkynhneigðar hans, og skaut hann fimm skotum, þar af tveimur í höfuðið. Harvey Milk lést samstundis.

Mascone var 49 ára gamall, Milk 48 ára.

Morðin vöktu mikla reiði og alda mótmæla hófst.

Klofin borg

Morðin vöktu gríðarlega reiði meðal almennings en juku einnig á spennuna í borginn á milli íhaldsamra kaþólikka af írskum ættum annars vegar og hinna frjálslyndari hins vegar. Í þeim hópi var meðal annars sístækkandi hópur hinsegin fólks í San Francisco.

Morðið á upphafsmanni fánans varð til þess að vinsældir fánans ruku upp og urðu að alþjóðlegu tákni fyrir LGBTQ+ samfélagið. Ekki minnkaði reiði fólk – né vinsældir fánans – þegar að White var aðeins dæmdur í tæplega átta ára fangelsi fyrir tvö morð með köldu blóðu. Hver ein og einasti meðlimur kviðdóms tilheyrði kaþólska samfélaginu svo og dómarinn sem tók það fram að með góðri hegðun myndi White losna eftir fimm ár, sem hann og gerði.

Fáninn var orðinn meira en tákn hinsegin fólks í hugum margra, hann var orðinn að tákni réttlætis og flaggaði ekki bara hinsegin fólk lengur, gagnkynhneigt, frjálslynt fólk, keypti fánann eins og enginn væri morgundagurinn.

Hann framdi aftur á móti sjálfsvíg aðeins einu og hálfu ári síðar, brotinn maður sem misst hafði fjölskyldu, vini, atvinnu og mannorð.

Eftirspurn eftir fánanum varð sífellt meiri og hafði nú dreifst út fyrir Bandaríkin og um heim allan reyndar. Röndunum átta var fækkað niður í sex til að lækka framleiðslukostnað og þurftu bleiki og raugræni því að fjúka.

Þar með varð fáninn orðinn það alþjóðlega tákn sem allir þekkja, þökk sé frumkvæði Harvey Milk.

Arfleifð Harvey Milk

Harvey Milk hefur verið minnst á marga vegu. Það er fjöldi gatna og torga í Bandaríkjunum nefnd eftir honum og meira að segja torg í París. Hluti flugstöðvarinnar í San Francisco er nefndur eftir honum, skólabyggingar og jafnvel herskip, USNS Harvey Milk.

Hann var á lista Time tímaritsins yfir 100 mestu hetjur 20. aldarinnar og hefur hlotið margvíslegan heiður innan LGBTQ+ samfélagsins.

Árið 2009 sæmdi Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, Milk frelsisorðu Bandaríkjanna og tók frændi hans, Stuart Milk, sem einnig er mikill baráttumaður fyrir mannréttindum, við orðunni fyrir hönd frænda síns.

Sean Penn hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Harvey Milk.

Blaðamaðurinn Randy Shilts skrifaði ævisögu Milk árið 1982, eftir að hafa alls staðar fengið neitun um starf vegna samkynhneigðar sinnar. En bókin sló í gegn og var gerð heimildamynd eftir henni sem hlaut Óskarsverðlaun árið 1984.

Það hefur verið gerður söngleikur um ævi Milk, ópera, samin um hann kantata, gerð litabók fyrir börn og var skáldsaga fyrir unglinga, einnig byggð á ævi Milk, gefin út í Frakklandi.

Kvikmynd, sem einfaldlega heitir Milk, kom út árið 2008 undir leikstjórn Gus Van Sant og með Sean Penn í hlutverki Milk og Josh Brolin sem Dan White. Van Sant leitaði uppi fólk sem þekkt hafði Milk og fékk það til að taka að sér lítil hlutverk í myndinni.

Kvikmyndin vann tvenn Óskarsverðlaun og meðal annars fékk Penn gullmanninn eftirsótta fyrir frábæra túlkun sína á Milk.

Gilbert Blake lést árið 2017, 65 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar