fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Bjarni slasaðist alvarlega 18 ára – „Læknir sem skoðaði myndirnar eftir slysið og sá áverkann vel sagðist ekki skilja hvernig ég slapp við að lamast fyrir neðan háls“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. maí 2023 18:00

Bjarni Freyr Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Læknir sem skoðaði myndirnar eftir slysið og sá áverkann vel sagðist ekki skilja hvernig ég slapp við að lamast fyrir neðan háls,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi, sem slasaðist alvarlega þegar hann var 18 ára gamall.

Bjarni Freyr þótti þá efnilegur knattspyrnumaður og átti sér stóra drauma um atvinnumennsku, draum sem varð að engu við slysið. Bjarni Freyr segir sögu sína í viðtali við Akureyri.net og birtist fyrsti hluti af þremur í dag. Bjarni Freyr var einn heima um verslunarmannahelgina árið 1995, kjörið tækifæri til að bjóða vinunum heim og hafa gaman.

„Þess má geta að ég var ákveðinn í því þegar ég var yngri að drekka aldrei áfengi. Mér fannst ekki töff að drekka og langaði það aldrei, en þegar ég var að verða 18 ára byrjaði ég að prófa, vegna þess að allir mínir félagar og vinir voru í raun löngu byrjaðir. En þetta kvöld, fyrsta kvöld um verslunarmannahelgi, árið 1995 byrjuðum við vinirnir heima og sátum og spjölluðum, kvöldið byrjaði vel og allir í góðum gír,“ segir Bjarni Freyr.

Vinirnir héldu síðan gleðinni áfram í miðbæ Akureyrar, fljótlega eftir miðnætti var Bjarni Freyr búinn að fá nóg og ákvað að fara heim. Bróðir hans sem var fluttur að heiman var á rúntinum, skutlaði honum heim og bauðst til að aðstoða Bjarna Frey inn, sem hann afþakkaði.

„Alltaf þegar ég var einn heima svaf ég í herbergi foreldra minna, stóru og góðu herbergi. Þetta kvöld kom ég mér fyrir í rúminu og var á hraðri leið inn í draumaheiminn þegar mér varð skyndilega óglatt og ákvað að standa upp,“ segir Bjarni Freyr, sem fór út á svalir að fá sér frískt loft.

„Ég lagðist fram á handriðið sem var frekar lágt, náði mér upp í nára. Framan á svölunum héngu fínir og flottir blómapottar. Ég leggst fram á handriðið og set hendurnar á blómapottana. Ég sofnaði nefnilega og steyptist fram af svölunum; féll um þrjá og hálfan metra og lenti á höfðinu, nánar tiltekið á hnakkanum hægra megin. Ég vöðlaðist einhvern veginn saman, fór í kuðung þegar ég lenti og man að ég var mikið skrámaður ofan á tánum.“

Frétt um slysið birtist í Degi miðvikudaginn 9. ágúst 1995

Fannst eftir tvær klukkustundir

Húsið stendur afskekkt þannig að engin bílaumferð var nálægt og lítið um mannaferðir á þessum tíma nætur, tvær klukkustundir liðu þar til tveir 15 ára drengir styttu sér leið yfir lóð hússins og fundu Bjarna Frey.

„Ég man að þeir sögðust hafa labbað fram hjá svölunum og tekið eftir einhverju liggjandi þarna, en töldu það bara bull; tónlistin var á fullu inni, greinilega mikið partí í gangi og eðlilega vildu þeir bara koma sér sem fyrst í burtu. En til allrar guðslukku snéru þeir við og sáu mig liggjandi í blóði mínu á steinsteyptri stéttinni fyrir neðan svalirnar. Ég á þeim svo sannarlega lífið að þakka og er ævinlega þakklátur fyrir þeirra aðkomu að þessu. Man að pabbi bauð þeim út að borða fljótlega eftir slysið til að launa þeim eitthvað fyrir þessa ómetanlegu lífsbjörg.“

Strákarnir hringdu á sjúkrabíl, Bjarni Freyr var fluttur á sjúkrahús og mundi næst eftir sér daginn eftir. Hann mundi hins vegar ekki hvað hafði gerst fyrr en nokkrum dögum seinna. Segist hann aldrei gleyma þegar móðir hans kom að sjúkrabeði hans. „Ég var nývaknaður og fyrstu orðin mín voru: Fyrirgefðu mamma!“

Viðtalið má lesa í fullri lengd á Akureyri.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“