fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Upphafi aprílgabba og sum þeirra bestu – Spaghettítré, litasjónvarp með hjálp nælonsokka og hamborgari fyrir örvhenta

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 1. apríl 2023 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef til vill hlaupa einhverjir 1. apríl í dag hvaðan kemur þessi sérkennilegi siður, að plata fólk þennan ákveðna dag ársins? Og hvaða göbb eru hvað eftiminnilegust?

Aprílgöbb eru ævaforn en enginn veit í raun hvernig þessi siður byrjaði. Margir telja að rekja megi upprunann til ársins 1582 þegar að Frakkar breyttu dagatali sínu úr hinu júlíanska yfir í hið gregoríska, sem við öll þekkjum í dag. Í því júlíanska byrjaði nýtt ár einmitt í kringum 1. apríl.

En án fjölmiðla og internets var almenningur lengi að meðtaka breytinguna og héldu því enn margir lengi vel upp á áramót í byrjun apríl. Þeir sem hvað seinastir voru að meðtaka hið nýja tímatal urðu því skotspónn brandara.

Var til dæmis myndi af fiski laumað á bak fatnað þeirra til að sýna að viðkomandi væri ekki sá skýrasti, vafalaust auðtrúa, og mætti því atast í viðkomandi að vild.

Eða eldra?

Aðrir segja að upphaf aprílgabba megi rekja til Rómar til forna en þá héldu átrúendur gyðjunnar Cybele hátíð í lok marsmánaðar. Sú fólst í því að klæða sig í grímubúninga og hrekkja meðborgara sína.

Það má fær rök fyrir því að sú hefð sé jafnvel enn eldri, sé skilgreint afkvæmi sambærilegrar hátíðar hjá Egyptum til forna til heiðurs gyðjunni Isis og sé eitthvað til í því, eru aprílgöbb ekki aðeins mörg hundruð ára gömul, heldur mörg þúsund ára.

Sum göbb í gegnum tíðina hafa verið hin sérkennilegustu og hér má lesa um nokkur þeirra.

Spaghettitréð

Þann 1. apríl 1957 sjónvarpið breska ríkissjónvarpið, BBC, þætti um svissneska fjölskyldu sem ræktaði, og haldið ykkur nú, spaghettítré.

Í þættinum sást fjölskyldan hin glaðasta tína ,,uppskeruna” af trjánum.

Á þessum árum var pasta fáséð á borðum Breta og stór hluti þjóðarinnar hafði ekki hugmynd um uppruna þess. Í þættinum sagði þulurinn unnt að búa til gómsætar máltíðir með því að tína pasta af trjánum og hella yfir tómatsósu.

Breskar húsmæður urðu afar spenntar fyrir þessari nýjung og rigndi inn símtölum til BBC frá forvitnu fólki sem vildi vita hvar að gæti orðið sér úti um slíkt tré.

Hamborgari fyrir örvhenta

Árið 1998 ákvað fyrirtækið Burger King að fara alla leið fyrsta apríl og keypti auglýsingar, sem birtast skyldu þann 1. apríl, í fjölda miðla.

Í þeim tilkynnti Burger King að loksins væri kominn fram matseðill, sérstaklega ætlaður örvhentum, og hét aðalrétturinn LeftHanded Whopper en margir íslenskir ferðalangar þekkja vel Whooper borgara fyrirtækisins.

Þúsundir manna, flestir væntanlega örvhentir,  flykktust á Burger King og vildu panta af nýja matseðli. Væntingar Burger King um hversu margir myndu falla fyrir gabbinu fóru því framar öllum vonum.

Heimsins besta plata

Árið 1969 ákvað tímaritið Rolling Stones, starfsmönnum til skemmtunar, að gera aprílgabb sem tók marga mánuði í undirbúning.

Tilkynntu þeir að Bítlarnir, Mick Jagger og Bob Dylan hefður myndað saman ,,súperband” og gefið út plötu. Það var vissulega gefin út plata en ofangreindir tónlistarmenn komu hvergi nálægt gerð hennar. Lögin voru tekin úr ýmsum áttum og útskýrt að nöfn listamannanna væru ekki á albúminu af ,,listrænum ástæðum” og aðeins örfá eintök í boði.

Tímaritið fékk útvarpsstöðvar til að spila lögin og þann 1. apríl birti Rolling Stones gagnrýni þar sem platan var sögð einhver sú besta i mannkynssögunni.

Þúsundir manna flykktust í plötubúðir til tryggja sér þennan gullmola, aðeins til að uppgötva að um plat var að ræða.

Big Ben verður stafræn

Það hafa augljóslega unnið húmoristar hjá BBC í gegnum tíðina því árið 1980 tilkynnti breska ríkissjónvarpið að Big Ben klukkan, sem hefur verið eitt af einkennum London frá árinu 1857 yrði nú gerð stafræn. Auðvitað í takt við nýja tíma. Skyldi nú Big Ben sýna hvað tímanum liði á  tölvuskjá.

Bretar tóku vægast sagt ekki vel í tíðindin og bárust þúsundir kvartana til yfirvalda frá fokreiðu fólki sem mótmælti ,,nútímavæðingunni”.

Mínúta án þyngdarafls

Og enn og aftur að BBC. Þann 1. apríl árið 1976 tilkynnti geimfarinn í morgunþætti á BBC að klukkan 09:47 þann sama dag myndu pláneturnar Plútó og Júpíter vera í einstakri stöðu gagnvart hvor annarri. Slíkt gerðist aðeins nokkrum sinnum á þúsund ára fresti og hefði þau áhrif að þyngdarafl jarðar minnkaði töluvert í nokkrar mínútur.

Því gæti fólk svifið upp en aðeins í eina mínútu.

Klukkan 09:48 hrundi símakerfi BBC vegna fjölda fólks sem sagðist hafa svifið og vildi deila sögu sinni.

Nælonsokkar og litasjónvarp

Þær eru fleiri ríkissjónvarpsstöðvarnar en BBC sem hafa birt vel heppnuð göbb.

Þann 1. apríl árið 1962 tilkynning sænska ríkissjónvarpið byltingarkennda uppgötvun. Ef að teygt væri á nælonsokkabuxum og þær settar yfir sjónvarp væri unnt að sjá dagskrána í lit. Sokkabuxur seldust svo að segja upp í Svíþjóð en áhorfendur til mikilla vonbrigða var allt jafn svarthvítt og áður.

Það var ekki fyrr en átta árum síðar, árið 1970, sem sænska sjónvarpið byrjaði í alvöru að senda út í lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir