fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Gagnrýnir viðtal Ellen DeGeneres við Taylor Swift – „Hún er bókstaflega að grátbiðja hana um að hætta“

Fókus
Miðvikudaginn 29. mars 2023 10:59

Emily Ratajkowski, Taylor Swift og Ellen DeGeneres. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski gagnrýndi gamalt viðtal Ellen DeGeneres við söngkonuna Taylor Swift og útskýrir nú af hverju,

Um er að ræða viðtal frá árinu 2012 sem hefur verið að vekja athygli á ný á samfélagsmiðlum. Emily er ein af þeim sem hefur gagnrýnt það harðlega og í viðtali við Elle útskýrir hún af hverju hún hafi ákveðið að tjá sig um málið.

„Ég varð nýlega mikill aðdáandi [Taylor Swift]. Ég elskaði síðustu plötuna hennar og hef horft á heimildarmyndina hennar, en það er nýtilkomið að ég sé að fylgjast svona vel með ferli hennar. Að horfa á þetta viðtal, það sem sló mig út af laginu var að Taylor var svo skýr um hvað það væri sem væri að láta henni líða óþægilega,“ sagði hún.

„Viðhorf mitt hefur breyst í gegnum árin og ég held að ég horfi allt öðruvísi á þetta viðtal í dag en ég hefði gert fyrir tíu árum.“

Kvenfyrirlitning

Emily bætti við að viðtalið væri „annað dæmi um konu sem hefur þurft að upplifa svo mikla kvenfyrirlitningu, en við viljum ekki viðurkenna það, því hún nýtur velgengni og líka, því hún er hvít.“

Í myndbandinu hér að neðan má sjá tvö viðtöl við Taylor. Annað er frá 2019, þar sem hún ræðir um framkomu fjölmiðla við sig í gegnum tíðina, og hitt er viðtalið hjá Ellen árið 2012.

Í því viðtali biður Taylor spjallþáttastjórnandann um að hætta og segir að henni líður illa, sem Ellen gerir ekki.

„Þetta er svo ruglað. Hún er bókstaflega að grátbiðja hana um að hætta,“ sagði Emily um viðtalið.

Horfðu á það hér að neðan.

@thatnostalgicgirl in this interview she’s 100% describing being on the Ellen show 😤 #taylorswift #swiftie #k18results #taylorsversion #swiftok #theellendegeneresshow ♬ original sound – Ellen 🪩 (Taylor’s Version)

Hér að neðan má sjá lengri útgáfu.

Ellen DeGeneres hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár fyrir hegðun sína, bæði við gesti þáttarins og starfsmenn. Síðasti þáttur fór í loftið í fyrra.

Sjá einnig: Tíu skipti sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið

Sjá einnig: Fyrrum starfsmaður Ellen DeGeneres segir að „orðrómurinn sé sannur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“