fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sexton fjölskyldan var eins og skelfilegur sértrúarsöfnuður – Heilaþvoði og misþymdi öllum tólf börnum sínum og átti enn fleiri börn með dætrunum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Lee Saxton var yngstur tíu systkina, fæddur árið 1942 inn í fremur illa fúnkerandi fjölskyldu kolanámuverkamanna. Móðir hans lét þó flest eftir Eddie en faðir hans var einnig prédikar, meðfram kolanámustriðinu.

Eddie átti síðar eftir að skreyta sig með sjálfur með predikaratitlinum en það engan kristilegan kærleika að finna í Eddie Lee Sexton. Þvert á móti.

Eddie Lee Sexton var illskan uppmáluð. 

Eddie og May Sexton

Eddie var í kasti við lögin frá unga aldri og rændi meðal annars bensínstöð 21 árs að aldri, daginn eftir að hafa gifst óléttri 15 ára kærustu sinni. Hann var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar og frúin unga var það gæfusöm að láta sig hverfa og líta Eddie aldrei framar augum. 

May

Þegar að Eddi hafði setið af dóminn kynntist hann Estellu May, sem alltaf var kölluð May. Brotthvarfið til fimm ára útskýri Eddie með að hann hefði verið í Víetnam. May trúði öllu, var yfir sig ástfangin en fjölskyldu hennar leist illa á mannsefnið og gráðbað May um að snúa baki við Eddie.

Hún tók það ekki mál en lokaði þess í stað á samskipti við foreldra sína og níu systkini (já, May var einnig ein tíu systkina en ólíkt Eddie, af strangheiðarlegu fólki komin). 

Eddie gat nefnilega verið afar sjarmerandi þegar hann tók sig til. Eddie og May giftust og komu sér á endanum fyrir í bænum Jackson í Ohio þar sem þau keyptu sér hús og hófu að hlaða niður börnum, sjö sonum og fimm dætrum.   

Sexton fjölskyldan hefur oft verið kölluð brotnasta fjölskylda Bandaríkjanna. 

Svik og prettir

Eddie var sífellt með hugann við næsta svindl, hann skráðir sig óhæfan til vinnu vegna bakmeiðsla en síðar vitnuðu börn hans um að hann hefði alltaf haft hjólastól tilbúinn, kæmi eftirlitsmaður frá hinu opinbera, en þess á milli virkað hann hinn heilbrigðasti.

Eddie var lítið gefin fyrir vinnu en greip í tímabundin störf á milli þess sem hann falsaði tryggingaskýrslur vegna uppdiktaðra innbrota og eldsvoða sem hann kveikti sjálfur á heimilinu. 

Barnahópurinn

Hann hóf einnig að predika og stofnaði söfnuð, vafalaust til að svíkja undan skatti, en söfnuðurinn samanstóð svo að segja eingöngu af May og krökkunum. Þuldi hann yfir þeim furðulega blöndu af bókstafstrú, djöfladýrkun, vísindaskáldskap og kynlífsfantasíum. 

Járnagi

Eddie Lee Sexton réð yfir heimilinu með járnaga. Enginn gekk gegn orðum fjölskylduföðurins sem tryggði yfirráð sín með barsmíðum og hótunum um að Satan sækti hvert það barnanna sem ekki hlýddi honum. Þeir voru víst nánir.

Einu sinni slátraði Eddie til dæmis heimiliskettinum fyrir framan skelfingu lostin börnin og drakk blóðið. Því næst lét hann bolla með blóðinu ganga á milli skildu allir heimilismeðlimir drekka af blóði gæludýrsins. Allir hlýddu. 

May mótmælti aldrei manni sínum, þvert á móti tók hún þátt í ofbeldinu, einnig kynferðisofbeldinu sem Eddie hóf að beita dætur sína við um 12 ára aldurinn.

Til að tryggja að ekkert fréttist um lífið á heimilinu voru börnin látin njósna hvert um annað og verðlaunuð ef þau klöguðu systkini sín.

Eddie lét hvert barnanna fá smápening á morgnanna svo það gæti hringt heim ef að eitthvert systkinanna sýndi merki um að ræða við vini, kennara eða fara ,,út af brautinni” á einhvern annan hátt. 

Sexton börnunum var bannað að eiga vini, Eddie keyrði þau og sóttu í skóla til að þau deildu ekki skólabíl máttu þau hvorki heimsækja, né fá í heimsókn, önnur börn. 

Þess í stað lét hann þau æfa vopnaburð af miklum krafti ef ,,ráðist skyldi vera á fjölskylduna,“ eins og Eddie orðaði það.

Uppáhaldið Pixie

Elsta dóttir hans, Pixie, var uppáhaldsbarnið hans en Eddie gerði mjög upp á milli barna sinna. Þau sáust oft pískra saman og tilbað Pixie föður sinn sem gekk svo langt að efna til ,,giftingarathafnar” þar sem Eddie gaf sjálfan sig og dóttur saman. Hann átti eftir að endurtaka leikinn tvisvar með tveimur yngri dætrum. 

Pixie fæddi barn aðeins fimmtán ára gömul, og var barnsfaðirinn faðir hennar. Það var pískrað um í bænum enda þótti sérkennilegt að dóttir Eddie Lee Sextron yrði ófrísk þar sem allir vissu að Sexton systkinin máttu aldrei yfirgefa húsið, hvað þá fara á stefnumót. 

Útskýrði Eddie barnið með að Pixie hefði hitt hermann, átt með honum einnar nætur stand, og hann látið sig hverfa. Þegar að Pixie átti annað barn, ári síðar, var sami uppdiktaði hermaðurinn nefndur sem faðirinn. 

Eddi barnaði einnig aðra dóttur sína, Sherri, en skipaði sonum sínum að berja systur sína í magann þar til hún missti fóstrið.

Hún varð aftur ófrísk ári síðar og leyfði Eddi henni, merkilegt nokk, að halda því barni þótt það yrði sífellt erfiðara að útskýra nýburaskarann á heimilinu. 

Joel Good.

Joel

Eddie hélt að hann hefði himinn höndum tekið þegar hann kynntist Joel Good. Joel var skólabróðir Pixie og yfir sig ástfangin af henni. Joel hafði átt erfiða ævi, misst báða foreldra sína sviplega í slysi og vegna veikinda og flutt til Jackson til að búa hjá frænku sinni.

Joel var afar ljúfur drengur, ekki mikill námsmaður, en með stórt hjarta. Eddie hvatti Joel að dvelja á heimilinu og stakk meira að segja upp á því að hann kvæntist Pixie. 

Þegar að frænkur Joel heyrðu af ráðahagnum tilvonandi bönkuðu þær upp á hjá Sexton fjölskyldunni til að kynna sér tengdafólkið. Þeim fannst furðulegt andrúmsloft í húsinu, krakkaskarinn starði á þær án þess að segja orð, Eddie þuldi upp einhverja speki tengda djöflatrú og dætur Pixie voru óhugnanlega líkar föður hennar.

Þær hugsuðu sitt.

Þrengir að Eddie

Í febrúar 1992 vissi Eddie að nú þyrfti hann að ganga hratt til verks. Hann hafði heyrt utan af sér að ein dætra hans, Machelle, hafði opnaði sig um misnotkunina á heimilinu við ráðgjafa í skólanum og það var órói í frænkum Joel. 

Hann lét því Joel og Pixie flýta athöfninni, sem hann stjórnaði sjálfur en slík leyfi eru auðfengin í Bandaríkjunum. Og um leið og hann tilkynnti þau hjón, voru Pixie og Joel send á fund yfirvalda til að unnt væri að skrá Joel sem föður dætra Pixie.

Aumingja Joel var það ástfangin af Pixie og hrifin af stjúpdætrum sínum að hann hlýddi orðalaust enda trúði hann enn hermannasögunni.

Joel, Pixie og dætur Eddie og Pixie.

Nokkrum mánuðum síðar eignaðist Pixie soninn Skipper og tilbað Joel son sinn, sem þó næstum örugglega var ekki hans barn heldur Eddie Lee Sexton enda fullyrða sum Sexton systkinanna að Pixie hafi aldrei stundað kynlíf með eiginmanni sínum. Hafi hún ítrekað hrint Joel frá sér í ógeði, hent honum út úr herbergi þeirra, hleypt föður sínum inn og þau læst á eftir sér. 

Eddie vissi að spilaborgin var að hringja og í nóvember 1992 náði hann í byssusafn sitt, setti vopn í hendur May og barnanna, og hringdi í lögregluna.

Manaði hann lögreglu til að sækja sig því að hann og fjölskylda hans myndi skjóta hvern þann sem reyndi að komast inn í húsið og taka börn hans.

Hefðu skotið lögreglu

Og eins og Sexter börnin sögðu síðar, þá hefðu þau skotið, svo heilaþvegin voru þau. 

Eftir um sólarhrings umsátur gafst Eddie upp, var handtekinn og þau sex barnanna sem voru undir átján ára aldri tekin af heimilinu.

Næstu mánuði byrjuðu þau smátt og smátt að opna sig um ofbeldið sem þau hefðu þolað af hendi föður síns. 

Eddie og May harðneituðu og gekk Eddie svo langt að senda upptöku til Hvíta hússins þar sem hann vildi lýsa fyrir þáverandi forseta, Bill Clinton, öllu óréttlætinu á hendur honum. 

Eddie Lee Sexton

Machelle dró framburð sinn til baka og yfirvöld töldu sig lítið annað geta en að senda börnin aftur heim til May sem ekki var talin eiga þátt í misþyrmingunum. Og af einhverju ólýsanlegum ástæðum var Eddie, sem hafði hótað að láta börn sín myrða lögreglumenn, sleppt gegn tryggingu. G

ekk hann beint heim til sín þar sem May tók honum opnum örmum þrátt fyrir að hjónunum hefði verið gerð rækilega grein fyrir því að Eddie mætti ekki nálgast heimilið né hafa nein samskipti við börnin. 

Því næst kom hann May, sex barna sinna, smábörnunum sem voru bæði börn hans og barnabörn og Pixie og Joel út í húsbíl og ók á braut. 

Þau flæktust um í nokkra mánuði en komu sér svo fyrir í þjóðgarði i Flórída. Bæði Eddie og May voru þá með handtökuskipun á sér eftir að tvær aðrar dætur höfðu staðfest kynferðislega misnotkun af hendi beggja foreldra sinna.

Reyndust Eddie og May einnig hafa misnotað syni sína auk þess að neyða þá til að nauðga systrum sínum. 

Skipper

En Skipper litil varð veikur. Eddie neitaði aftur á móti Joel um að fara með barnið til læknis því hann vildi ekki láta koma upp um dvalarstað fjölskyldunnar. 

Skipper varð sífellt veikari, grét meira, og eftir nokkra daga skipaði Eddi Pixie dóttur sinni að þagga niður í barninu. Og án þess að segja orð lagði Pixie hendurnar yfir 9 mánaða son sinn og kæfði hann. Um nóttina skipaði Eddie sonum sínum, Willie og Charles, að fara út í skóg og grafa drenginn. Sagði hann Joel að barnið hefði dáið vöggudauða. 

Því næst flutti Sexton fjölskyldan sig yfir í annan þjóðgarð. 

En Joel, sem þá var loksins búinn að meðtaka að tengdafaðir hans væri faðir beggja stjúpdætra hans, og hugsanlega Skippers, var hættur að þegja.

Krafðist hann þess að snúið yrði við og Skipper sóttur svo unnt væri að veita honum kristilega jarðarför. 

Joel tilbað litla drenginn

Joel var sífellt æstari í kröfum sínum enda hafði hann tilbeðið son sinn. Joel fór meira að segja bókasafn í nálægum bæ til að lesa sér til um vöggudauða. Eddie fór að hafa áhyggjur af að Joel myndi leita til lögreglu og skipaði syni sínum, Willie, að fara út í skóg með Joel og myrða hann.

Willie, sem var stór og sterkur en með þroska á við átta ára barn, hágrét og neitaði og svo fór að Eddie miðaði byssu að höfði Willie á meðan að Willie kyrkti Joel með reipi. 

Grófu þeir hann síðan á staðnum. 

Leik lokið

Fjölskyldan fannst snemma árs 1994. Þá hafði enn enginn hugmynd um morðin á Skipper og Joel, en Willie játaði fljótlega allt saman. Charles vísaði yfirvöldum á líkin og vitnaði gegn foreldrum sínum og voru allar kærur felldar niður gegn honum. 

Willie hafði ekki andlegan þroska til að unnt væri að rétta yfir honum og samþykkti 25 ára dóm fyrir morðið á Joel.

DNA próf staðfestu að báðar dætur Pixie, svo og dóttur Sherri, væru feðraðar af Eddie Lee Saxton. 

Fangelsismyndir af Eddie og May

Fjölskylda Joel Good fram að ekki yrði gerð DNA rannsókn á Skipper og var hann jarðaður í kistu með Joel. Þau kusu að líta svo á að Joel hefði verið faðir hans, sem var í raun rétt.

Hann var eini alvöru faðir litla drengsins.

Dómar

Estella May Sexton fékk ævilangan dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum og Pixe var dæmd í sex ára fangelsi fyrir morðið á Skipper. 

Í nóvember 1994 var síðan Eddie Lee Sexton dæmdur til dauða fyrir glæpi sína, jafnvel þótt að hann hefði engan tæknilega myrt – sem vitað var um. 

Hann lést af náttúrulegum orsökum á dauðadeild árið 2010, 68 ára að aldri. 

Estella May Sexton lést í fangelsi árið 2017, sjötug að aldri, einnig af náttúrulegum orsökum.

Ekki er vitað hvað varð um Pixie Sexton eftir að henni var sleppt, né Willie Sexton, sem sleppt var árið 2007. 

Charles Sexton hefur komið fram opinberlega og sagt frá skelfilegru æsku systkinanna.

Lítið er vitað hvað varð um hin Sexton börnin en þó hefur Charles komið fram og sagt frá skelfilegri æskunni, svo og ein systranna, Sherri.

Hefur Charles látið eftir sé að nú þegar hann sé sjálfur giftur og eigi börn skilji hann til fullnustu hversu illur faðir hann var inn að beini, svo og móðir hans.

,,Við vissum ekki betur, við vorum heilaþvegin, en við þurfum að lifa með á samviskunni til dauðadags. 

Að vera börn Eddie Lee Sexton.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta