fbpx
Miðvikudagur 22.mars 2023
Fókus

Bregst við vandræðalega viðtalinu sem setti allt á hliðina – „Mamma sagði mér að drepa fólk með kærleika“

Fókus
Þriðjudaginn 14. mars 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Hugh Grant setti internetið á hliðina eftir að viðtal fór í dreifingu þar sem hann ræddi við fyrirsætuna Ashley Graham á kampavínsdreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar.

Mörgum þótti viðtalið verulega vandræðalegt. Grant var stuttur í spuna og töldu netverjar að  hann hafi líftið gefið af sér. Sumir segja að hann hafi hreinlega verið dónalegur.

Viðtalið hófst óheppilega þegar Graham talaði um Grant sem „öldung á Óskarnum“, en Grant virtist ekki líka sú nafnbót. Svo spurði Graham hvað Grant þætti besti við Óskarinn.

„Þetta er áhugavert, allt mannkynið er hér. Þetta er Vanity Fair,“ sagði Grant og vísaði til bókarinnar Vanity Fair eftir William Makepeace Thackeray.

Graham misskildi þessa tilvísun og taldi að Grant væri að ræða um eftirpartýið sem tímaritið Vanity Fair stóð fyrir eftir Óskarinn.

Graham spurði Grant þá hvað hann væri spenntastur fyrir að sjá á hátíðinni og hvort hann héldi sérstaklega með einhverjum sem hefði verið tilnefndur til verðlaunanna.

„Engum sérstökum,“ sagði Grant og gaf lítið af sér.

Graham sneri sér þá að öðru og spurði hverju Grant væri að klæðast, og var þá á höttunum eftir því að fá að vita hvaða hönnuður hefði hannað fötin hans.

„Jakkafötunum mínum,“ svaraði Grant þurr á manninn.

Graham reyndi að bjarga viðtalinu sem var þarna orðið hálf, jafnvel full, vandræðalegt og spurði Grant hvort honum hefði ekki þótt gaman að taka þátt í kvikmyndinni Knives Out: Glass Onion. Grant fór þar með örhlutverk og brá fyrir í nokkrar sekúndur.

Grant svaraði: „Ja, ég er varla í henni. Ég var í henni í um það bil þrjár sekúndur.“

Graham: „Já en það var samt gaman er það ekki? Þú hafðir gaman?

Grant: „Ehhh… næstum“

Þannig var það nú. Netverjar áttu varla orð yfir viðtalinu. Skiptust þeir í fylkingar og talda annar hópurinn að Grant hefði verið dónalegur með eindæmum á meðan hinn hópurinn taldi að Graham hefði kallað þetta yfir sig með því að kalla Grant öldung, ræða um kvikmynd sem hann var varla í, ekki áttað sig á tilvísun hans til klassískrar bókar og með því að reyna að fá hann til að tala um fötin sín. Svo er reyndar þriðji hópurinn sem bendir á að Grant sé hreinlega bara breskur og hafi hagað sér sem slíkur.

Miðillinn TMZ náði í Graham og spurði hana hvað henni þætti um málið.

„Veistu bara hvað, mamma mín sagði mér að drepa fólk með kærleika, svo þar hafið þið það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sexton fjölskyldan var eins og skelfilegur sértrúarsöfnuður – Heilaþvoði og misþymdi öllum tólf börnum sínum og átti enn fleiri börn með dætrunum

Sexton fjölskyldan var eins og skelfilegur sértrúarsöfnuður – Heilaþvoði og misþymdi öllum tólf börnum sínum og átti enn fleiri börn með dætrunum
Fókus
Í gær

Hödd og Saga Ýrr fórnarlömb netsvindls – „Sameiginlegan Instagram account og OnlyFans síðu“

Hödd og Saga Ýrr fórnarlömb netsvindls – „Sameiginlegan Instagram account og OnlyFans síðu“
Fókus
Í gær

Ásdís Rán landar draumahlutverkinu

Ásdís Rán landar draumahlutverkinu
Fókus
Í gær

Hjartnæmt myndband frá afmæli Bruce Willis – Talar opinberlega í fyrsta sinn frá greiningu

Hjartnæmt myndband frá afmæli Bruce Willis – Talar opinberlega í fyrsta sinn frá greiningu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti