fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Skandallinn sem tók yfir TikTok – Sérð þú af hverju þessi áhrifavaldur er í klandri?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-stjarnan Mikayla Nogueira er þekkt fyrir þykkan hreim sinn, hressan persónuleika og fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. Eða hún allavega var það.

Nú ert hún í hringiðu skandals sem hefur yfirtekið snyrti- og dramasamfélagið á TikTok og YouTube.

Mikayla birti færslu í samstarfi við L‘Oreal Paris til að auglýsa nýja maskarann þeirra. Myndbandið hefur fengið yfir 51 milljónir í áhorf á rúmlega viku og mætti segja að það hafi sett internetið á hliðina.

Fyrsta vandamálið sem netverjar gagnrýndu hana fyrir var að taka það ekki nógu skýrt fram að færslan væri kostuð auglýsing.

En það var ekki helsta gagnrýnin, heldur var hún sökuð um að hafa sett á sig gerviaugnhár í miðju myndbandi til að auka áhrif maskarans, án þess að greina frá því. Hún klippti myndbandið þannig – og talaði – eins og þetta væri allt gæðum maskarans að þakka.

@mikaylanogueira THESE ARE THE LASHES OF MY DREAMS!! @lorealparisusa never lets me down 😭 #TelescopicLift #LorealParisPartner #LorealParis @zoehonsinger ♬ original sound – Mikayla Nogueira

Netverjar voru fljótir að saka hana um að birta falska auglýsingu og birtu myndir til að bera saman augnhárin hennar þegar hún var búin að setja eina umferð af maskaranum og í lok myndbandsins.

Sérð þú eitthvað athugunarvert?

Málið hefur vakið gríðarlega athygli og er óhætt að segja að TikTok-samfélagið hafi nötrað ásamt því að dramarásir á YouTube kepptust um að fjalla um málið. Aðrar samfélagsmiðlastjörnur hafa deilt sinni skoðun á málinu og gagnrýnt Mikaylu og hafa einnig fjöldi erlendra miðla fjallað um það.

Skandallinn hefur fengið nafnið „Lashgate“ og hafa birst mörg hundruð ef ekki þúsundir myndbanda og færslur undir því myllumerki á samfélagsmiðlum.

Lögfræðingurinn Rob Freund fór yfir vandræðin sem Mikayla gæti verið í hjá neytendastofunni í Bandaríkjunum.

Þögn Mikaylu var ærandi. Hún svaraði aðeins fyrstu athugasemdunum við myndbandið og hélt því staðfastlega fram að hún hafi ekki verið með gerviaugnhár. Hún hefur síðan þá eytt þeim athugasemdum en tjáði sig ekkert um málið og birti ekkert á samfélagsmiðlum í rúma viku, þar til í gær. Hún birti nokkur myndbönd á TikTok eins og ekkert hafi í skorist og virðist ekki ætla að tjá sig um málið og svara gagnrýninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Í gær

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“
FókusMatur
Fyrir 2 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“