fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Jólaspilin: Nýjar útgáfur af nýklassískum spilum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 14:44

Pandemic, Carcassonne og Ticket to Ride eru sígild vörumerki í borðspilaheiminum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er jólalegra en að spila gott borðspil eftir jólamatinn eða í jólaboðinu. DV fer yfir nokkur af helstu jólaspilunum í ár.

 

Vetur í Carcassonne

Carcassonne eftir Klaus-Jurgen Wrede kom út um aldamótin og hefur verið eitt af vinsælustu borðspilum heims allar götur síðan. Þetta er einfalt flísalagninarspil sem snýst um að safna stigum með því að byggja borgir, vegi, klaustur og akra í miðaldaborginni Carcassonne.

Vinsældir Carcassonne hafa verið slíkar að ótal viðbætur hafa verið gerðar og ýmsar sérstakar gerðir af spilinu, svo sem steinaldarútgáfa og Amazon útgáfa. Spilakallarnir í Carcassonne (meeples) hafa meira að segja orðið eins konar táknmynd fyrir borðspilaáhugamálið í heild.

Nú er komin út sérstök vetrar útgáfa af Carcassonne sem spilast alvega eins og upprunalega spilið. Það verður að segjast eins og er að þetta er gullfalleg útgáfa og einstaklega jólaleg.

Rétt eins og upprunalega spilið er þessi útgáfa einföld og frekar sutt, spilast á klukkutíma í mesta lagi. Spilið inniheldur nokkrar litlar viðbætur, svo sem „Fljótið“ sem eru flísar sem eru lagðar í upphafi spilsins.

Varúð: Carcassonne er eitt af þeim spilum, ásamt Catan og Ticket to Ride, sem er alræmt fyrir að breyta saklausum Jónum og Gunnum í forfallna borðspilanörda á undrastuttum tíma.

Fjöldi: 2-5

Aldur: 8+

Tími: 30-45 mín

Útgefandi: Nordic Games

 

Lúxus lestarleikur

Talandi um Ticket to Ride. Þá er einnig komin út sérstök vegleg afmælisútgáfa af spilinu Ticket to Ride: Europe eftir Alan Moon. Spil sem margir þekkja og snýst um að leggja niður járnbrautarleiðir.

Rétt eins og Carcassonne þá ber Ticket to Ride ábyrgð á að hala marga inn í áhugamálið. Ástæðan er sú að þetta er einfalt og fljótlegt og það er gríðarlega ánægjulegt að sjá net járnbrautalesta verða til á kortinu. Það er að segja ef skúrkurinn hann Bjössi frændi leggur ekki lestar í veg fyrir þig!

Það eru til ótal kort en upphaflegu kortin tvö, Norður Ameríka og Evrópa, eru enn þá langvinsælust. Fyrir þá sem þekkja aðeins Norður Ameríku kortið þá bætast tveir hlutir við í Evrópukortinu. Lestarstöðvar sem leyfa manni að nota leiðir annarra og göng sem er áhætta fyrir mann að nota því maður veit ekki hversu mörg spil maður þarf að borga fyrir þau.

Þessi útgáfa er sérstaklega vegleg, eins konar deluxe útgáfa, og þá sérstaklega lestirnar sjálfar sem eru einstakar fyrir hvern leikmann og koma í málmboxum. Helsta viðbótin í þessari útgáfu, miðað við upprunalegu útgáfuna, eru lestarmiðarnir. Það er að segja markmiða spjöldin, þau eru miklu fleiri.

Fjöldi: 2-5

Aldur: 8+

Tími: 30-60 mín

Útgefandi: Nordic Games

 

Stutt afbrigði af Pandemic

Þá er einnig komin út ný útgáfa, eða afbrigði (viljandi orðaleikur), af samvinnuspilinu Pandemic eftir Matt Leacock. Pandemic er án efa þekktasta samvinnuspil heims, sem snýst um að halda niðri og finna lækningu við fjórum skæðum drepsóttum.

Pandemic: Hot Zone Evrópa er eins konar framhald af Pandemic: Hot Zone Norður Ameríku þar sem ekki er einblínt á allan heiminn, eins og í Pandemic, heldur á eina heimsálfu.

Má segja að um smækkaða mynd af Pandemic sé að ræða, ekki aðeins kortinu heldur leiknum sjálfum. Til að mynda eru aðeins þrjár drepsóttir sem leikmenn þurfa að kljást við, hlutverk eru færri að velja um, spilakortin færri og styttra í að drepsóttirnar breiðist svo hratt út að leikurinn tapast. Spilið er líka styttra, umtalsvert styttra en Pandemic.

Helsti munurinn, fyrir utan lengdina, er líklega nokkur kortaspil sem hægt er að bæta inn í bunkann sem gera spilið erfiðara. Því er með einföldum hætti hægt að stilla erfiðleikastigið og þar með auka líkurnar á að spilið verði ekki einsleitt.

Pandemic: Hot Zone Evrópa kannski ekki endilega spil fyrir djúpt sokkna borðspilanörda, heldur kannski frekar þá sem eru óreyndari og yngri. Eða þá fyrir mikla Pandemic aðdáendur sem vilja eiga eitthvað í safninu sem uppfyllir Pandemic þörfina á stuttum tíma.

Fjöldi: 1-4

Aldur: 8+

Tími: 30 mín

Útgefandi: Nordic Games

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“