fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. desember 2023 10:00

435 Kanadadollarar jafngilda 44 þúsund krónum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Laufeyjar í Ameríku kvarta nú sáran undan háu miðaverði á nýjasta tónleikaferðalag hennar. Miðarnir seljast hins vegar eins og heitar lummur.

Eins og DV greindi frá á þriðjudag hefur íslenska djass söngkonan Laufey, sem búsett er í Los Angeles, tilkynnt stóran Ameríkutúr í vor og sumar. Óhætt er að segja að söngkonan hafi gjörsamlega sprungið út á undanförnum mánuðum, eftir að hún gaf út plötuna Bewitched. Hefur hún nú næstum 18 milljónir mánaðarlega hlustendur á Spotify, langmest allra íslenskra tónlistarmanna.

Tónleikaferðalag hennar, sem kallast Bewitched: The Goddess Tour, hefst í Queen Elizabeth leikhúsinu í Vancouver borg í Kanada þann 8. apríl næstkomandi. Þar hafa aðdáendur látið í sér heyra vegna miðaverðsins eins og miðillinn The Daily Hive greinir frá.

„Ég er að gráta“

„Ég er að gráta af því að ég og vinir mínir reyndum að kaupa miða á tónleika Laufeyjar í Vancouver en þeir voru á 430 Kanadadollara, meira að segja fyrir sæti uppi í rjáfri. Þeir seldust svo hratt upp að ég gat ekki einu sinni klikkað á sæti,“ segir einn vonsvikinn aðdáandi á samfélagsmiðlum.

430 Kanadadollarar eru rúmlega 44 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. Fleiri aðdáendur taka í sama streng.

Sjá einnig:

Laufey tilkynnir Ameríkutúr – Syngur í flottustu tónleikahöllunum

„Reyndi að fá Vancouver miða á Laufey. Það eina sem var eftir þegar ég komst að voru 450 dollara platínu miðar,“ segir einn.

„Laufey miðar í Vancouver á 400 dollara hið minnsta? _;*+#:#(#),“ segir annar hneykslaður og enn annar bendir á að sumir miðar hafi kostað yfir 1000 Kanadadollara, það jafngildir rúmlega 100 þúsund krónum.

Listamaðurinn ræður

Miðasalinn Ticketmaster svaraði spurningum The Daily Hive á þá leið að þetta væri úr þeirra höndum. Tónlistarfólk réði sínu miðaverði.

„Listamaðurinn skipuleggur tónleikaferðalag sitt með tónleikastjóra sínum, umboðsmanni og verkefnastjóra. Þessi hópur ákveður á hvaða stöðum verður spilað, hvenær miðar fara í sölu, hvernig á að verðleggja miðana og með hvaða leiðum miðarnir verða seldir, þar með talið ýmsar forsölur og staðarsölur,“ sagði fulltrúi Ticketmaster.

Heitar lummur

Þrátt fyrir hátt miðaverð seljast miðarnir á tónleika Laufeyjar eins og heitar lummur. Söngkonan sjálf hafði orð á þessu í færslu á samfélagsmiðlum.

„Ég trúi ekki hversu hratt miðarnir eru að seljast! Ég hef ákveðið að bæta við tónleikum í New York borg, Boston, Washington, Toronto, Dallas og San Francisco,“ segir hún.

Sumum hefur gengið erfiðlega að fá miða. En aðrir hafa keypt miða og auglýst að þeir séu að selja þá á svörtum markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“