fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Þau fundu ástina árið 2023

Fókus
Þriðjudaginn 26. desember 2023 10:29

Samsett mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amor var í yfirvinnu þetta árið enda fundu fjölmörg pör ástina. Hér má sjá einstaklingana sem urðu ástfangnir á árinu og voru til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins.

Sjá einnig: Þau hættu saman á árinu 2023

Það er athyglisvert að sjá að ástin spurði ekki um aldur þetta árið en þó nokkur aldursmunur er hjá sumum paranna.

Hilmar og Hanna Þurý

Það vakti mikla athygli þegar Hilmar Leifsson og Hanna Þurý Ólafsdóttir byrjuðu saman í vor en nokkur aldursmunur er á parinu. Hún er 33 ára og hann er 66 ára. Bæði eiga börn úr fyrra sambandi.

Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi. Myndir/Instagram

Kristín Péturs og Þorvar

Kristín Pétursdóttir leikkona og Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari fundu ástina í örmum hvors annars á árinu en hafa haldið sambandinu frá sviðsljósinu að mestu.

Mynd/Facebook

Vala Eiríks og Óskar

Valdís Eiríksdóttir útvarpskona á Bylgjunni og Óskar Logi Ágústsson söngvari og gítarleikari byrjuðu saman í vetur.

Vala hefur vakið athygli fyrir geislandi framkomu, jákvætt viðhorf og góða útvarpsrödd, en hún hefur meðal annars verið einn meðlima morgunþáttarins Bítið og stýrir óskalagaþættinum Með kærri kveðju.

Óskar Logi stofnaði rokksveitina Vintage Caravan ásamt félaga sínum árið 2006 þegar þeir voru í grunnskóla á Álftanesi. Sveitin hefur notið feikna vinsælda hér á landi og erlendis, og þykir framkoma þeirra á sviði mikið sjónarspil og mögnuð upplifun.

Kristín og Signý

Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Signý Scheving aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum opinberuðu ástina í sumar þegar þær fóru til Rómar saman. Nokkrum vikum áður greindu fjölmiðlar frá því að sambandi Kristínar og Katrínar Oddsdóttur, lögmanns, væri lokið. Þær voru giftar í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Mynd/Instagram

Karen Grétars og Margeir

Plötusnúðarnir Karen Grétarsdóttir Serafini og Mar­geir Ing­ólfs­son fundu ástina í örmum hvors annars á árinu. Bæði hafa lengið starfað sem plötusnúðar, hér heima og erlendis, Karen kallar sig Duchess og Margeir einfaldlega DJ Margeir. Nítján ára aldursmunur er á parinu, Margeir er fæddur árið 1974 og Karen er fædd árið 1993.

Eva Pandóra og Helgi Hrafn njóta lífsins í Lissabon

Helgi Hrafn og Eva Pandóra

Eva Pandóra Baldursdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrum þingmenn Pírata, hafa verið að stinga saman nefjum um skeið og opinberuðu ástina á samfélagsmiðlum í nóvember.

Tíu ára aldursmunur er á parinu en Eva Pandóra sat á þingi fyrir hönd Pírata 2016-2017, sem fulltrúi Norðvesturkjördæmis. Helgi sat hins vegar á þingi fyrir Pírata 2013 til 2016 og síðan aftur frá árinu 2017 til 2021.

Vala Kristín og Hilmir Snær

Ástin kviknaði hjá ástsælu leikurunum Völu Kristínu Eiríksdóttur og Hilmi Snæ Guðnasyni í byrjun árs.

Þau láta ekki mikinn aldursmun stoppa sig en Vala Kristín er fædd árið 1991 en Hilmir árið 1969, sem gerir 22 ára aldursmun.

Þau hafa unnið saman á sviði en þau fóru með aðalhlutverk í sýningunni Oleanna í Borgarleikhúsinu rétt fyrir heimsfaraldurinn. Það var þó fyrir tilviljun því Hilmir Snær var leikstjóri verksins en þurfti að stökkva inn í aðalhlutverkið á móti Völu Kristínu því stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson forfallaðist.

Inga Tinna og Logi

Ljóshært ofurpar leit dagsins ljós í ár þegar Inga Tinna Sigurðardóttir og Logi Geirsson fundu ástina í örmum hvors annars.

Inga Tinna er lærður verkfræðingur og stofnaði ásamt fleirum Dineout árið 2017, sem býður  upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og bíóhús. Viðskiptavinir þurfa aðeins eitt kerfi til að sjá um borðabókanir og matarpantanir líkt og „takeaway“ eða heimsendingar. Kassakerfi (POS) er einnig í boði auk vefsíðugerðar.

Logi er landsþekktur fyrir handboltaferil hans, í dag starfar hann sem einkaþjálfari og sérfræðingur um handbolta í sjónvarpi á Rúv og Stöð 2 sport.

Helena og Dr. Gunni

Helena Hans­dótt­ir Asp­e­lund myndlistarmaður og Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, Dr. Gunni, tónlistarmaður, byrjuðu saman á árinu.

Helena rekur Týsgallerí, hefur kennt myndlist og keyrt ferðamenn um landið á eigin rútu. Dr. Gunni hefur spilað með Unun og Bless auk fleiri hljómsveita, starfað sem blaðamaður og útvarpsmaður, dómari í Ísland Got Talent á Stöð 2 og stýrði hann hinum vinsæla spurn­ingaþætti Popppunkti á Rík­is­sjón­varp­inu.

Mynd/Instagram

Hafdís Björg og Kleini

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, og Hafdís Björg Jónsdóttir, eigandi líkamsmeðferðarstofunnar Virago, eru örugglega frægasta nýja par lansins. Þau byrjuðu saman í lok mars, hættu saman nokkrum seinna, byrjuðu síðan aftur saman og greindu frá því í ágúst að þau væru trúlofuð.

Þau hafa húðflúrað nafn og skammstafanir hvors annars á sig. Ellefu ára aldursmunur er á parinu.

Lenya Rún og Siffi G

Varaþingmaðurinn Lenya Rún Taha Karim og rannsóknarsálfræðingurinn Sigurjón Guðjónsson eru tiltölulega nýtt par.

Lenya Rún er varaþingmaður Pírata og var yngsti þingmaður sögunnar í níu klukkustundir þann 26. september 2021.

Sigurjón, kallaður Siffi G, er vinsæll sprellari á X, áður Twitter, með rúmlega níu þúsund fylgjendur.

Páll Óskar.

Páll Óskar

Í sumar greindi Páll Óskar frá því að hann væri kominn með kærasta og væri ótrúlega ástfanginn. Hann hefur haldið sambandinu alveg frá sviðsljósinu en greindi frá því nýverið að sá heppni væri frá Venesúela og að þeir væru trúlofaðir.

Skjáskot/Instagram

Linda Pé og Jaime

Fyrrverandi fegurðardrottningin og lífsstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir fann ástina í örmum spænska sjarmörsins Jaime. Parið kynntist á Spáni.

Ari Eldjárn og Tinna

Uppistandarinn Ari Eldjárn og eigandi verslunarinnar Hrím, Tinna Brá Baldvinsdóttir, byrjuðu saman fyrri hluta árs.

Ari hefur um árabil verið einn vinsælasti uppistandari landsins. Hann var áður giftur Lindu Guðrúnu Karlsdóttur, en greint var frá því í desember að þau hefðu ákveðið að halda sitt í hvora áttina eftir tuttugu ára samband. Þau eiga tvö börn saman.

Tinna opnaði verslunina Hrím árið 2010 með vinkonu sinni. Hún var áður gift Einari Erni Einarssyni en þau eiga tvö börn saman.

Skjáskot.

Sölvi og Esther

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason fann ástina í örmum innanhúshannaðarins Esther Kaliassa og ferðuðust þau um heimaland hennar, Tansaníu, í vor.

Mynd/Instagram

Ólafur Stephensen og Guðrún Ragna

Guðrún Ragna Hreinsdóttir, gæðastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, byrjuðu saman í lok árs og eru yfir sig ástfangin.

Tommi Steindórs og Hrafnhildur

Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir byrjuðu að rugla saman reytum í maí en þá var hann tiltölulega nýskilinn við skemmtikraftinn Margréti Erlu Maack eftir sex ára samband. Þau eiga dóttur saman.

Hrafnhildur er afrekskona í sundi og keppti bæði í 100 metra og 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Hún keppti einnig á leikunum árið 2012 og hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin.

Tommi stjórnar þáttunum Tommi Steindórs og Boltinn lýgur ekki á X977.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu